Ef VII.

Geir H. Haarde væri viðbúinn að mynda minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, sem sæti fram að nýjum Alþingiskosningum, þegar Ólafur sæji sér ekki annan leik á borði. En slíkt yrði þó varla fyrir þjóðhátíðardaginn 2008. og sennilegast ekki fyrr en Geir hefði verið körinn forseti Íslands, eins og Davíð Oddson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrst eftir að Ólafur Ragnar varð forseti.
Í minnihlutastjórninni, í anda Ólafs Thors, sætu: 
Geir H. Haarde forsætis-, fjármála og utanríkisráðherra
Guðlaugur Þór félagsmálaráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir samgöngu, dóms og kirkjumálaráðherra
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs iðnaðar og viðskiptaráðherra
Árni M.M. landbúnaðar, heilbrigðisráðherra
Guðfinna Bjarnadóttir menntamálaráðherra
Illugi Gunnarsson umhverfisráðherra

Þorgerður Katrín tæki við af Geir þegar hann myndi sverja embættiseið sem forseti Íslands.
Það væri óskandi að Árna J yrði ekki lofuð formennska í fjárlaganefnd - það væri óþarfi að breyta nefndarskipan Alþingis fyrr en eftir sumarkosningarnar 2008. Árna J yrði tæplega hleypt í dóms og kirkjumálaráðuneytið, þó hann hafi fylgst með byggingu Stafkirkju í Heimaey.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband