Ótrúlegt í norðaustri

Það hefur margsinnis verið sagt að kosningafræðin séu flókin, séu hreint og beint marg flókin. Nú veit maður ekki alveg hvernig óákveðnir dreifast yfir landið. Vitnalega eru þessar tölur ekki niðurstöður kosninga. Auðvita fara framsóknamenn að spretta úr spori, fyrst þeir eru sprottnir úr grasi. Framsóknarmenn fá áfall ef þeir fá ekki fjórðung í Norðausturkjördæmi. Samt lækka þeir úr hinni könnuninni sem Capacent gerði í norðaustri fyrir skemmstu, og samt eru þeir komnir af stað, farnir að þakka sér einum mál sem þeir féllust á að fengju framgang að loknu talsverðu þófi. Þá hlýtur auglýsingamennska og skrumskæling að hafa einhver áhrif einhversstaðar. Maður veit ekki hver hart verður í millum jafnra jafningja í röðum jafnaðarmanna.

Væru úrslitin þessi eða á þessa leið væru ekki framsóknarmenn með fjóra mann, þeir eru í baráttu við vinstri græna um aukasæti í Naustri. Taki vinstrigrænir 1,75% eða um það bil af Sigurjóni Þórðarsyni yrði sjómaðurinn að taka pokann sinn og fara í land, en taki framsókn 1,6% af Sigurjóni eða einhverjum öðrum yrði Birkir Jón áfram 9. þingmaður kjördæmisins. Sjálfstæðismenn þurfa að spýta í lófana svo vinna meigi að kjöri læknisins Þorvaldar. Hvar eru Akureyringarnir sem vildu Akureyrarlista, hví styðja þeir ekki Sjálfstæðisflokkinn betur og dyggar. Það er mjótt á mununum. Vopnfirðingar geta tryggt Þorvaldi sem læknaði á Vopnafirði á árum áður sæti á Alþingi. Samfylkingin þarf að ég held um 7% í viðbót við þau 17% sem hún hefur svo Lára lalli inn á þing til að vera.

Þorvaldur var góður formaður í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar, meðan ég var þar varaformaður. Ég myndi gleðjast ef Þorvaldur kæmist á þing, en þá er bara að fá fólk til að kjósa flokkinn. - Og kjósa flokkinn, ekki bara í Naustri heldur og á öllu landinu.

Þorvald á þing - xD
---

Könnunin sem var kynnt í vikunni í Reykjavík syðri benti til þess að þjóðin öll þyrfti að taka sig saman og kjósa Sjálfstæðisflokkinn svo Geir kæmist að, svo Geir gæti setið áfram á þingi, í það minnsta sem uppbótarmaður.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband