bara hjátrú..

Ég veit ekki hvort að það sé bara hjátrú sem hefur áhrif á fylgi herra Susilo Bambang Yudhoyono í Indónesíu, ætli það hafi ekki líka sitt að segja að meða stjórnvöld standi í nærri stanslausum neyðaraðgerðum þá verði lítið úr verki á öðrum sviðum, því þyki kannski sumum stuðningsmönnum súrt í broti að kosningaloforðin, - Sýn til breytinga e. Vision for Change - frá því að hann bar sigur orð af frú Megawati Sukarnoputri, hafi ekki komist til framkvæmda. Hann er sjötti forseti Indónesíu og sá fyrsti sem var kjörinn í almennum kosningum.

Hann lagði áherslu á frið, framfarir, jafnrétti og lýðræði og sem frambjóðandi Lýðræðisflokks síns fékk hann nærri 61% atkvæða. Ég hef ekki fylgst nægjanlega grannt með breytingum sem honum voru hugleiknar til að opna fyrir erlendar fjárfestingar í Indónesíu. Markmið hans var 7% hagvöxtur, náttúruhamfarinrar hafa sennilega ekki gert mikið til að laða að útlenda peninga og jafnvel haft einhver áhrif á hagþróun í landinu. Ég hygg að neyðaraðstoð geti aldrei staðið undir hagvexti.


mbl.is Hjátrú hefur áhrif á fylgi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband