færist fjör í færeyskan leik

Í ljósi þess að nú er

Lok lok og læs og allt í stáli,
lokað fyrir Páli

[Þar sem að allt er lokað fyrir Høgna hlýtur allt að vera líka lokað fyrir Páli á Reynatúgvu] 

þá nú ræðast þeir við, Jóhannes lögmaður og formenn flokkanna sem hafa staðið andspænis honum frá  því 4. febrúar. Sem kunnugt er söðlaði Jóhannes þá um, eftir 4 ára samstarf við Fólkaflokkinn og Sambandið, og samdi við þjóðveldi, en nú hefur Jóhannes og fetað í fótspor Anfinns og leyst landsstýrismenn þjóðveldis undan skildum þeirra. Anfinn tók að sér sjálfur störf þjóðveldismanna í landsstýrinu í desember 2003 og gegndi þeim fram yfir kosningarnar í janúar 2004 sem hann boðaði samfara samstarfs slitunum til. Anfinn hafði þá stýrt landsstýrinu með þjóðveldi innanborðs frá því í maí 1998.

Nú ræðast þeir við Jóhannes, Jørgen og Kaj Leo. Jóhannes segist mikilvægt að taka afstöðu til jafnréttis í nýrri stjórn. Kaj Leo og hafa ekki viljað lofa því að sögn Jóhannesar, að nokkur kona verði valin í nýju stjórnina. Í fyrri stjórn þessara þriggja flokka sátu að jafnaði 7 heiðursmenn, og hefur Jóhannes látið hafa eftir sér að sitt fyrra (væntanlega innan skamms fyrsta) landsstýri hafi verið það síðasta sem einungis var skipað mönnum. Uns Jóhannes sleit samstarfinu við Þjóðveldið þá sátu í landsstýrinu 5 menn og 3 konur. Því fer þó fjarri að það hafi verið hið fyrsta landsstýri hvar kvenmaður kom við sögu, því allir eiga jú að muna eftir því að Marita Petersen var lögmaður frá apríl '93 fram í september '94.

Þeir þrír sem nú ræðast við, nutu þingstyrks 20 af 33 lögþingsmanna, í kjölfar kosninganna 19. janúar s.l. Menn eru ekki alveg vissir um hver verður niðurstaða Sandeyingsins frá Skopun, en hann studdi ekki annað landstýri Jóhannesar formanns síns síðustu dagana. (Fólkaflokkur 7 (6 karlar & 1 kona) Samaband 7 (6 karlar & 1 kona) Javnaðarflokkur 6 (4 karlar & 2 konur). Í landsstýrinu sitja enn Jóhannes og Helena fyrir Javnaðarflokkinn, og í þeirra stað komu inn á þing einn karl og ein kona. 

Annika Olsen þingkona fólkaflokksins tók fram að

tað er umráðandi, at fólkini, sum verða vald í landsstýrið, hava kvalifikatiónir á økinum, og enn vita vit ikki, hvørji málsøki, vit fáa í eini møguligari samgongu. Tí er alt framvegis opið

er hún sagðist tilbúin til starfa fyrir land sitt og þjóð. Telja má líklegt að Jóhannes vilji sitja áfram á stóli lögmanns og sé því viljugur til að ræða það áfram að tveir Javnaðarmenn sitji í landsstýrinu auk hans, og þá eru mestar líkur á því að Helena Dam sitji áfram með Jóhannesi, Sandeyingnum mun líklega þykja eftir sem áður fram hjá sér gengið verði það raunin.

Jørgen og Kaj Leo eiga það sameiginlegt að hafa hlotið færri atkvæði í síðustu kosningum en sitthvor flokksbræðra þeirra, sem nutu nokkurra vinsælda er þeir sátu í landstýrinu hér áður fyrr, Jacob Vestergaard stýrði sjávarútvegsmálum febrúar 2003-febrúar 2004 og sambandsmaðurinn Magni Laksáfoss  fjármálum Færeyinga maí 2007- febrúar 2008. Í Færeyjum fá þeir þingmenn sem taka sæti í landstýrinu fararleyfi frá þinginu, meðan þeir gegna störfum í landsstýrinu, koma þá varamenn inn á þing. Vert er að geta þess að þjóðveldismaðurinn Hergeir Nielsen er formaður Lögþingsins og verður það að öllum líkindum fram að næstu kosningum.

Þar sem ekki er vitað hve margir munu eiga sæti í nýja landstýrinu,en frekar líklegt er að það verði í það minnsta 6 manns má fastlega gera ráð fyrir að það verði formennirnir og þá þeir sem hlutu flest atkvæði og að framan sögðu má sjá að ég reikna með að Helena Dam sitji áfram. Hvort Kaj Leo og Jørgen geri kröfu um þriðja sætið fyrir hvorn flokk, í ljósi þess að Javnaðarmenn haldi lögmannsstólnum, skal ósagt látið. Ljóst er að líkindi eru til þess að Bjarni Djurholm Eyverjavinur og Heiðin Zachariassen setjist aftur á lögþingið. Þá eru meiri en minni líkindi til þess að Marjus Dam og Helgi Abrahamsen setjist á lögþingið í farleyfum Magna og Kaj Leos. Það ætti ekkert að þurfa að hrófla við  Eyðgunni eða Andreasi hjá Javnaðarmönnum. Ekki er útilokað að kempan Óli Breckmann muni eiga afturkvæmt í ræðustólinn að svo stöddu, ef þriðji landsstýris stóllinn falli Fólkaflokknum í hlut, hvort sem það yrði Anfinn, Annika eða Jógvan á Lakjunni sem myndi fara með Fólkaflokksumboð inn í landsstýrið. Að sama skapi gæti Jaspur Vang komið inn á þing fyrir sambandið. Þess skal þó getið að Landsstýrismenn hafa ekki alltaf komið úr röðum Lögþingsmanna og því er ekkert sjálfgefið í þeim efnum að vara þingmennirnir sem ég hefi getið, setjist á þing.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband