Þá geta vangavelturnar byrjað

Við höfum orðið vitni að breytingu. Í gær endaði heimurinn eins og við þekktum hann fram að því. Í dag mætti okkur nýr heimur sem við fáum að kynnast. Í kvöld er heimsendir, endir þess heims sem við höfum þekkt í dag. Á morgun er aftur ein dagur, eins og rithöfundurinn skrifaði. Á morgun bíður okkar nýr heimur. Við lifum á tímum breytinga, eins og allir hafa gert fram að þessu, þar sem enginn stígur tvisvar í sömu á.

Það er líklegast rétt að óska nýkörnum forseta þarna vestur frá allra heilla í hverju því ítarlega samstarfi sem hann kann að eiga í með Bessastaðabóndanum og Íslandi á sviði nýtingar hreinnar orku, vonandi felur hann þó sínum bestu sérfræðingum  að ræða við okkar færasta og fróðasta fólk á sviði orkumála. Ég þarf ekki að óska honum til hamingju með sigurinn því hann les tæpast þetta blaður mitt.

Ég vona að fögnuður foringjanna sé ósvikinn og menn geti komið sér saman um málefni þvert á mörk ríkja hverrar þjóðar fyrir sig.

En nú byrja vangavelturnar um hverjir muni starfa með forsetanum, hverjir það verða sem þramma með honum þegar við hér fögnum þorra á ári komanda, munu keppinautar hans úr forkosningunum/prófkjörunum komast að og fá tækifæri til að leggja sín lóð á vogarskálarnar, verður fleiri en einn lýðveldissinni í stjórninni nú þegar lýðræðissinnar hafa tögl og hagldir á þingi þar vestur frá, verður stríðsherjunni stífu sem keppti við Obama þangað til í gær boðin staða í nýrri sátta stjórn? Hvaða hlutverki munu fyrrum forsetar og fyrrum forsetaframbjóðendur og flokksbræður forsetans núverandi gegna í framtíðinni, sjáum við fljótlega breytingar í starfsliði utanríkisþjónustunnar bandarísku?

Nú getur fólk velt vöngum og vænst til hvers þess sem fólk kýs. En vinsamlegast ekki eyða of mikilli orku í að velta fyrir ykkur hverjir munu takast á um forsetastólinn 2012, hvort svo sem sú orka er endurnýjanleg eða ekki, í það minnsta ekki fyrr en eftir kosningarnar 2010.


mbl.is Þjóðarleiðtogar fagna Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband