Brostnar vonir

Nú eru vonir forseta lýðveldisins brostnar. Forsetinn batt, á "málfundi" þriðjudagsins, vonir við að hér væri starfhæf ríkisstjórn, raunar batt forsetinn vonir við það að ný ríkisstjórn tæki við fyrir helgi. ég hefði haldið að hér gæti verið starfhæf stjórn ef oddur af oflæti væri brotinn. Ef þeim, sem eru heilir heilsu í þeirri stjórn sem baðst lausnar á mánudaginn var, rynni blóðið til skyldunnar og störfuðu saman fram á vor, kæmu sér saman um kjördag og einbeittu sér að aðgerðum fremur en ágreiningi.

Mér sýnist sem svo að það sem ekki mátti í Sjálfstæðisflokknum, megi í Samfylkingu. Utanríkisráðherra og formaður samfylkingarinnar lagðist gegn því að forusta ríkisstjórnarinnar yrði í höndum varaformanns Sjálfstæðisflokksins í forföllum formanns. Einhverra hluta vegna þótti formanni Samfylkingarinnar ekki rétt að varaformaður Samfylkingarinnar myndi leysa formanninn af hólmi meðan formaðurinn færi í veikindaorlof. Forusta ríkisstjórnarinnar mátti ekki verða bitbein í innanflokksdeilum, rétt er það en ekki var ástæða til að ætla að svo yrði í tilfelli Sjálfstæðisflokksins. En í Samfylkingunni virðist mega nota forsætisráðuneytið til að auka vegsemd ráðherra sem gæti komist nær formlegri forustu Samfylkingarinnar á framtíðar þingi þar sem allt bendir til að nýr varaformaður verði kjörinn.

Úr því að Ágústi Ólafi er, að því er virðist, ekki treyst fyrir forustu Samfylkingarinnar og Samfylkingin á þingi viðrist fylkja sér um Jóhönnu, hví getur Jóhanna ekki leyst Ingibjörgu af hólmi í utanríkisráðuneytinu meðan Ingibjörg nær fullri starfsorku. Þorgerður leysi Geir af hólmi í forsætisráðuneytinu. Aðrar mannabreytingar yrðu gerðar ef þörf þykir og þá væru þær ekki eins tvísýnar nú um stundir, þar sem nýjum viðskiptaráðherra og nýjum ráðherra í hverju því öðru ráðuneyti hvar ráðherra léti af störfum. Nýjum ráðherrum væri meiri stuðningur af því að hafa ráðherra sem eru vanir því að starfa saman sem slíkir að úrlausnarmálum þjóðarinnar. Nýir ráðherrar ættu þá líklega auðveldara með að átta sig á viðfangsefninu. Það á ekki að leggja mikla vinnu í svona formsatriði. Svona 10 manna ríkisstjórn myndi starfa fram að kosningum, þá þyrfti ekki að óttast lausatök þess sem er að setja sig inn í málin, rétt á meðan mest á ríður.


mbl.is Flokkstjórnarfundi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband