Tilraun til jólakveðju

Það er rétt að taka það fram að gagnvarpinu, gagnvarpsins blaðri á veraldarvef sem og alnetinu öllu, geta Íslendingar, nú og síðar, þakkað. Hinum örtfjölgandi Íslendingum er óþarft að hugsa til þess með hryllingi að ég verði nefndur með einhverju þjóðskáldanna. Reyndar voru aldrei verulegar líkur á að ég yrði skáld yfirhöfuð.
Ég óska hinum nýju sem og hinum gömlu íbúum Íslands ekki  frjálslyndra jóla heldur gleðilegra.
Það verða örugglega fleiri í fjöri á Fróni nú en síðast.
Ég læt þetta duga sem jólakveðju til ykkar sem ekki fá aðra slíka kveðju frá mér að þessu sinni.
Gleðileg jól, jóla fríið er hafið.

-
Jólahreingerningin á jóladagsmorgni fólst í að slíta kveðjuna í tvennt, teygja hana á langinn, svona til að betrum bæta fyrir strákapörin svo frú Grýla gleypi mig ekki.


mbl.is Hvergi í Evrópu jafn mikil fólksfjölgun og á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Já nú loksins kom jólaskapið, þakka þér. "Ekkert fer illa"...hvílik stemming! Hvílík sannindi. Arnljótur, hvar hefur þú verið ölll þessi ár! Gleðileg jól og hafðu það sem best.

Sigurjón Benediktsson, 23.12.2006 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband