Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

hvað skal segja?

Ég veit ekki, en er ekki um lest að ræða sem öllu jöfnu er neðanjarðar en einhvern hluta leiðarinnar fer lestin ofanjarðar, er rétt að skipta um nafn á tegund lestarinnar úr neðanjarðarlest í jarðlest, hvað varð um járnbrautarlest?
mbl.is Jarðlest í London ók á aurskriðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær

Hvenær í ósköpunum ætlar þessum ósköpum að ljúka. Ég skil þetta ekki. Náværar kröfur eru það háværara kröfur í nágrenni þess sem á hlýðir? eða er einhver náðarsamleg værð yfir kröfum um allsherjar herkvaðningu. Ekki held ég að um mannát sé að ræða, en blóðþorstinn virðist vera mikill. Ólíkt náungakærleika.
mbl.is Ísraelar ákveða að herða ekki árásir sínar á Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vonandi

Nú er bara óskandi að Guð láti gott á vita, og menn hafi döngun í sér til að fresta þessum  fjárfreku aðgerðum svo öllum almenningi sé ljóst að eyðslusemi skilar ekki árangri í efnahagsmálum.
mbl.is Rætt um að hægja á framkvæmdum við tónlistarhús í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ógæfulegt

Það þykir mér heldur betur ógæfulegt þegar misvitrir ráðamenn standa í vegi fyrir að landsmönnum þeirra sé rétt hjálparhönd. En stoltið getur farið illa með menn.


mbl.is Mikil flóð í Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannfallið er meira

Vegna úrhellisrigninga og flóða hafa 24 látið lífið og 4 er enn saknað samkvæmt síðustu fréttum. Mest rignir á Kyushu, Níu héraða eyjunni sem er syðsta og vestasta eyjan af heima eyjunum fjórum, og hefur um 100.000 manns verið gert að yfirgefa heimili sín. 


mbl.is Fjórir látnir í rigningum í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bara hjátrú..

Ég veit ekki hvort að það sé bara hjátrú sem hefur áhrif á fylgi herra Susilo Bambang Yudhoyono í Indónesíu, ætli það hafi ekki líka sitt að segja að meða stjórnvöld standi í nærri stanslausum neyðaraðgerðum þá verði lítið úr verki á öðrum sviðum, því þyki kannski sumum stuðningsmönnum súrt í broti að kosningaloforðin, - Sýn til breytinga e. Vision for Change - frá því að hann bar sigur orð af frú Megawati Sukarnoputri, hafi ekki komist til framkvæmda. Hann er sjötti forseti Indónesíu og sá fyrsti sem var kjörinn í almennum kosningum.

Hann lagði áherslu á frið, framfarir, jafnrétti og lýðræði og sem frambjóðandi Lýðræðisflokks síns fékk hann nærri 61% atkvæða. Ég hef ekki fylgst nægjanlega grannt með breytingum sem honum voru hugleiknar til að opna fyrir erlendar fjárfestingar í Indónesíu. Markmið hans var 7% hagvöxtur, náttúruhamfarinrar hafa sennilega ekki gert mikið til að laða að útlenda peninga og jafnvel haft einhver áhrif á hagþróun í landinu. Ég hygg að neyðaraðstoð geti aldrei staðið undir hagvexti.


mbl.is Hjátrú hefur áhrif á fylgi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okurlán

Stýrivextir eru notaðir á ný í Japan. Nú virðist sem svo að okurlán séu farin að færast í aukana, spurning hvort hægt sé að tala um tísku í þeim efnum. Íslendingum er full kunnugt um nýlega hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Nú hefur herra Fukui fylgt í kjölfar Davíðs Oddssonar og hækkað stýrivexti. Þar með er horfið frá stefnu sem forveri hans í embætti herra Hayami innleiddi á sínum tíma.
mbl.is Seðlabanki Japans hækkar vexti um 0,25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hissa

Nú er ég aldeilis hlessa, ekki grunaði mig að svo hæverskir menn væru enn í röðum Framsóknarmanna. Varaformaður treystir sér ekki í formanskjör þar sem óvíst hvort hann hefði sigur því líklegt væri að flokkurinn gæti skipst í tvær fylkingar. Sá sem þegar hefur boðið sig fram til formanns Framsóknarflokksins, hikaði ekki við að taka það fram að hann byggjist við að aðrir myndu bjóða sig fram, á móti honum - eða til formanns, hvernig svo sem menn vilja taka til orða. Það hlýtur að koma í ljós hvort þessi hæverska sem almenn í Framsóknarflokknum, hæverska segi ég því mér þykir það hæverska að forustumaður í flokki dragi í efa getu sína til að sameina flokkinn að baki sér.
mbl.is Guðni sækist eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingur

Átta hryðjuverk í sömu borg á sama degi. Þetta er hryllingur, svona geta menn ekki launað rauðan belg fyrir gráan.
mbl.is Tala látinna yfir 160 í Mumbai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningstæknin

Þau sátu á löngum fundi í gær, og ræddu málin sem er vel. Gott að okkar menn ráku gestina og viðsemjendur ekki á dyr. Enn betra að okkar menn lýstu ekki einhliða yfir fundar slitum. Guð láti á gott vita. Hins vegar er spurning hver sé stífastur. Hver sé stirðastur. Frekur vill alltaf meira.

Verður staða íslensku samninganefndarinnar betri í ágúst þegar kaninn hefur fjarlægt enn meira af eigum sínum af Miðnesheiðinni.

Við verðum samt að hafa í heiðri lögmál lífsins:

Við Íslendingar þurfum einnig að láta okkur skiljast, að við megum ekki fremur en aðrar þjóðir ætla, að við getum til lengdar vænst mikils góðs af nokkurri þjóð, umfram það, sem er í réttu hlutfalli við þá þýðingu, sem við höfum fyrir hagsmuni hennar sjálfrar. 

Við meigum ekki brjóta lögmál lífsins þó Ólafs Thors njóti ekki enn við


mbl.is Varnarviðræðum ekki haldið áfram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband