Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Trygging íslenskunnar

Þann 14. febrúar 2007 frá klukkan tuttugu mínutur fyrir eitt, að Grenvískum meðal tíma, í tæpar tólf mínútur töluðu þingmenn Reykjavíkur við þingmann nágrennisins sem vill svo til að ræður mennta og menningarmálum á Íslandi um réttarstöðu íslenskunnar einu sem og stöðu hverskonar útlensku sem hugsast getur í stjórnkerfi og lagabálkum landsins bláa.  Fyrirspyrjandi spurði um afdrif þingsályktunartillögu, sem er varla tillaga eftir að Alþingi samþykkti ályktunina. Eða er sú skoðun viðtekin í samfylkingu að ályktanir löggjafarvaldsins, Alþingis, séu tillögur uns framkvæmdavaldið, ríkisstjórnin, hafi athugað tillöguna? Ekki var búið að kalla á Jón Siguðrsson þegar málið var afgreitt, þannig að það hefðu átt að vera hæg heimatök að tala um málið innan veggja steinhússins við Austurvöll.

Alþingi fól forsætisráðherra að skipa nefnd til athugunar á réttarstöðu íslenskunnar 2004. 2007 spurði fyrsti flutningsmaður samþykktrar tillögu - nú ályktunar ekki satt - menntamálaráðherra um afdrif ályktunarinnar. Eða er ég að misskilja, bíða þingmenn þess að ríkisstjórnin ráði ráðum sínum í stað þess að krefja forsætisráðherra um skipan nefndarinnar. Er það töggurinn sem löggjafaliðar - ekki gæsluliði heldur Alþingismaður framtíðarinnar þegar útvötnun hugtakanna hefur heltekið þjóðina - sína framkvæmdarliðunum í ríkistjórn. Eða spila menn með sínu liði sama hvað flokki þeir tilheyra.

Menntamálaráðherra svaraði því til að í stjórnarskrárnefnd kom "til umræðu að setja í stjórnarskrá Íslands ákvæði um að íslenska sé ríkismál". Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Í ofsanum er fámenn þjóð í strjálbýlu landi kom sér fyrir í samfélagi þjóðanna gleymdu menn, trúðu menn e.t.v. ekki að tíminn líður og að tímarnir breytst. Svo sjálfgefið hefur þótt að á Alþingi Íslendinga sé töluð íslenska. Því án íslenskunnar værum við tæplega sú þjóð sem við erum í dag.

Þess ber að geta að í fyrirspurn sinni talað þingmaðurinn tungum, en þó ekki þeim öllum sem hann nefndi. nema eitthvert "nýbúatungumálanna" sé æði líkt íslensku ritmáli. Ekki nefndi þingmaðurinn færeysku. Í staðinn talaði þingmaðurinn séstaklega um: þýsku, frönsku, spænsku, ensku og sanskrít.

Núverandi oddviti stórshluta vesturbæjar - þó ekki sundlaugarinnar samnefndu -, Laugarnesinga, Gravarvogsbúa, Háaleitismanna, og fólksins úr norðurmýrinni benti á að stór munnur getur bitið fast í litla tungu. Eða með orðum hans sjálfs: "Það eru margar hættur sem steðja að lítilli tungu í því alþjóðlega samfélagi sem Ísland er nú þátttakandi í." þingflokksformaður hinna samfylktu vildi og fá að heyra með hvaða augum ráðherrann liti á málið - þ.e. ekki íslenskuna heldur stöðu íslenskunnar. Þó hann hafi ekki spurt ráðherrann með hve dökku blýi mætti hripa niður hugmynd að tillögu um hugsanlega breytingu á stjórnarskránni þannig að í stjórnarskránni stæði. "Íslenskan er ríkismál á Íslandi". Kannski var þingflokksformaðurinn að fiska eftir því hvort leggja mætti til að í stjórnarskránni stæði "Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og ríkismál á Íslandi". Vitanlega þyrfti slík tillaga að vera vel stuðluð og rétt rímuð. Nema formið sé steindautt.

Ráðherra mennta og menningar mælti fyrir samfylkingu þingmanna til að reyna að tryggja réttarstöðu íslenskunnar.

1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Íslenska er ríkismál lýðveldisins Íslands.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband