Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

kær kveðja að sunnan

Já sumir kvíða aðrir gera allt sem þeir geta, að því er virðist, til að magna upp stressið sem fylgir jólahaldi sumstaðar, þá eru þeir og til sem láta sér fátt um finnast. Nú er klukkan að ganga eitt og ég búinn að smyrja skyrið í skálarnar, þá get ég gengið til hvílu með verkefni morgundagsins í huga. hér halda menn að Pápi Nól komi af hellunni sem bráðnar, að sögn, þarna fyrir norðan Grímsey - ([hvað ætli verði um þá kennisetningu ef norðurskautsleiðin opnast - þarf ekki að bjóða pólbúanum hæli heima á Fróni? ])- og hafa ekki hugmynd um allt það líf sem leynist í íslenskum fjöllum, en það kemur ekki að sök, ég á að hlaupa í skarðið fyrir nágranna okkar, guð einn veit hvernig það getur farið.

Annars óska ég þeim sem líta í blaðrið gleðilegra jóla.


Jólabókin í ár eða 2009?

Gott að vita að forysta fyrirtækjanna í landinu ætlar að gefa félagsmönnum færi á að glugga í jólabókina áður en frekar verði aðhafst í áróðri. Reynt var að neyta meðan á nefinu stóð, það tækifæri sem menn töldu í óvissunni búa var annaðhvort ekki tækifæri eða rann forystunni úr greipum.
Nú þurfum við að lesa jólabókina í ár sem velflestir forkólfar stjórnbótastaglsins hafa reynt að koma fyrir á náttborðinu hjá okkur án þess þó að segja það berum orðum svo ég hafi heyrt. Vissulega þarf hver og einn sinn tíma til að lesa bókina og velta inntaki hennar fyrir sér áður en hver og einn ákveður hvort bókin sé slíkt meistaraverk að bókin geti reynst góður leiðarvísir um lífið. Til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvort við viljum bindast saman á enn formfastari hátt með flestum hinum evrópsku ríkjunum þurfum við að lesa okkur til, upplýsa okkur sjálf ef enginn annar gerir það.

- Þó ný staða Ríkisútvarpsins sé sögð styrkja það er ólíklegt að RÚV ráðist í gerð ítarlegs fræðsluefnis um þýðingu aðildar að EvrópuSamBandinu innan þess knappa tíma sem villtustu draumar Evrópusambandssólgnasta fólks landsins skammta hinum varfærnu til að gleypa við glingrinu.-

Það er hreint ekkert stundargaman að þurfa að búa við það, þegar fram í sækir, að hafa gert tilraun til þjóðernishreinsana með þeim ásetningi að ætla að drepa þjóðina úr leiðindum með slíkri lesningu og því skil ég vel að ég hafi ekki fengið bókina boðsenda í pósti frá þeim sem áfjáðastir eru í aðild að ESB. Einhver annar en ég verður að taka ákvörðun um hvort réttara sé að gera slíka atlögu að geðheilsu þjóðarinnar á íslensku eða einhverju örðu tungumáli, hvort sem greiningardeild samfylkingarinnar á samvinnuskólaslóðum hafi, sé að eða muni þýða bókina yfir á íslensku. Mörgum þykir lögfræðilestur torskilinn, þó prentað sé á þeirri tungu sem lesandanum er tamast að lesa. Ég veit ekki hvort bókin hafi verið þýdd upp á frónskatungu, en til að gæta réttlætis er tæplega hægt að krefja alla um að lesa bókina þessi jólin til að lesa og skilja og nýta þann skilning til ákvarðanatöku sem veiti okkur gæfu, jafnvel þó svo framlög til menntamála séu meiri en gengur og gerist í ríkjum sem við gjarnan berum okkur saman við. Skyldulesning er að mínu mati ekki til þess fallin að auka landsmönnum þrótt og þor þennan veturinn, sérstaklega ef bókin hefur ekki komið út í íslenskri þýðingu enn.

Ef ég hef fylgst rétt með þá var bókin gefin út 1. janúar 1958. Hún var útbúin til prentunar í Róm í mars 1957 með þessari bók lásu menn í hálfa öld að nokkru leiti hliðstæða bók sem var upprunnin í París í apríl 1951, menn glugguðu gjarnan í þá skruddu frá júlí 1952 fram í júlí 2002.

Ekki ætla ég mér að taka aðra afstöðu en ég hef haft fyrr en að lesningu Rómarsáttmálans lokinni.


mbl.is SA beita sér ekki fyrir aðild Íslands að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband