Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Veröld bætt og betri

Á morgun hljótum við öll að verða vitni að undrum og stórmerkjum. Miðað við þann þunga sem í áherslum þeim sem lagðar voru á umræddar breytingar fólst má búast við því að við fáum öll hugljómun um miðnætti, samstundis og spásögnin sem hér er vísað í verður að veruleika, má ekki búast við slíkum vatnaskilum?

Útflutningur eykst til muna.
Innflutningur minnkar.
Gengi íslensku krónunnar styrkist með nýju meti í dagslækkun gengisvísitölunnar.
Vísitala neysluverðs mun standa í stað.
Skatttekjur hins opinbera verða meiri á morgun en menn reiknuðu með.
Kaupmáttur vex í samræmi við lengri dagsbirtu morgundagsins.
Verðbólgan hjaðnar fyrir sólsetur.
Atvinnuauglýsingum fjölgar.

Að hverjum má gera hróp ef ekkert breytist eftir allt þetta basl?

 


mbl.is Búinn að staðfesta lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vill

Mér er spurn, hvaða einkahlutafélag vill nú stofna eignarhaldsfélagið Síðu hf. og ræða við Landsbankann - Nýja Banka Íslands -  um aðkomu dótturfélagsins nýstofnaða sem kjölfestu fjárfestis í eignarhaldsfélaginu. Þá væri sennilega hægt að segja að Landsbankinn hefði Horn í Síðu einkahlutafélagsins, eða hvað?
mbl.is Dótturfélag um hlutabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fyrirheit

Lyklakippurnar eru látnar ganga áfram, nýtt fólk handleikur lykla.
Er ekki allt á uppleið með það sama?
Styrkist ekki krónan vegna þess að framkomnar breytingar á forustu ríkisins hafa náð fram að ganga?
Er ekki betra veður vegna verkvissrar vinstristjórnar?
Aukast ekki vinsældir Íslands vegna endurskoðunar hispurslausra hvalveiða?
Berast okkur ekki bara góðar fréttir héðan í frá?

Nú er bara að bíða og sjá hvort nýja stjórnin láti ekki kraftaverkin tala. Þó að krónan hafi dalað í dag, þarf það ekki að þíða að henni hnigni í framtíðinni, að hún rýrni um 1,8% á morgun o.s.frv. dag eftir dag. Ég get ekki greint að það hafi hlýnað. Þó Íslands sé getið þá jafngildir það ekki auknum vinsældum. Við skulum bíða og sjá; hvort kraftaverkin verði látin tala.
mbl.is Punxsutawney Phil spáir löngum vetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband