Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Aukin verðmætasköpun - allra hagur

Atvinnulífið er eins og samfélagið allt í stöðugri þróun. Þó mikið hafi áunnist, þá er enn verk að vinna. Mikilvægt er að menn umgangist viðfangsefnin, með viðunandi virðingu svo mest verðmæti náist sem afrakstur sérhvers starfs. Í sjávarútvegi má með lágmarks aga innleiða á einfaldan hátt vönduð fagleg vinnubrögð sem stuðlað geta að aukinni verðmætasköpun.
Heilindi í samskiptum manna á meðal skipta máli, nú sem fyrr. Með heilindum ávinna menn sér traust. Traust er forsenda farsælla viðskipta. Siðferði í matvælavinnslu snýst um virðingu, virðingu fyrir viðskiptavinum sem og hráefnum.
Lengi dugði Íslendingum að afla tekna að hætti frameiðslustuddrar virðiskeðju. Aðgengi að gjöfulum fiskimiðum var lykilatriði. Reynt var að aðlaga vinnslu að því sem aflaðist, fremur en að því sem seldist. Með því að setja markaðsdrifna virðiskeðju á hjól efnahagslífsins er miðað að því að framleiða þær vörur sem eru eftirsóttar og selst geta við eftirsóknarverðum verðum, í stað þess að framleiða einungis það sem er þægilegt og einfalt að framleiða óháð eftirspurn efir slíkum vörum. Vel flest ríki sem Íslendingar eiga í viðskiptum við búa að þegnum sínum með fyrirkomulagi markaðsbúskapar, að meira eða minna leiti, því skiptir markaðssetning íslenskra afurða máli. Það undirstrikar mikilvægi þess að ræða útflutnings og markaðsmál í sömu andrá og ekki síður hvernig aukin verðmætasköpun genur nýst við markðassetningu íslenskra afurða.
Nýsköpun er mikilvæg fyrir vöxt og viðgang efnahagslífsins. Með þolinmæði og þrautseigju hefur íslenskt atvinnulíf náð þeim árangri að standa undir þeim lífskjörum sem Íslendingar búa við. Framþróun í sjávarútvegi stuðlaði oft á tíðum að kaupmáttaraukningu almennings. Við þurfum þolinmæði til að gera verðmæti úr tækifærum.
Tryggja þarf stöðugleika í atvinnulífinu með lausn sem flestir geti sætt sig við til framtíðar, við skipan sjávarútvegsmála hér við land. Stöðugleiki þarf að nást svo framþróun geti átt sér stað til að varðveita og bæta megi samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Án þróunar í sjávarútvegi er hætt við að sá dagur renni upp að samkeppnisforskot íslensk sjávarútvegs glatist. Því þarf íslenskur sjávarútvegur að vera vakandi fyrir mögulegum vaxtarbroddum. Nærtækt er að nýta þann styrk sem felst í öflugum sjávarútvegi til að hlúa að framtíðarvexti hagkerfisins með rannsókna, þróunar og markaðsstarfi, frekar en að dreifa kröftunum um allar koppagrundir. Með vexti og viðgangi styrkra stoða má auka arðbærni atvinnulífsins. Arðbærni atvinnulífsins þjónar samfélaginu öllu, því arðbært atvinnulíf er forsenda aukins kaupmáttar og bættra lífskjara.

 

Yðar einlægur
14. 3. 2013


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband