Ef V.

Vitanlega getur Guðni Ágústsson ekki setið lengi undir því að vera fremsti framsóknarmaðurinn á Alþingi- varaformaður Framsóknarflokksins hlýtur að meta sig meira en þingflokksformann, minnugur þess að formaður flokksins ætti ekki sæti á þingi -  en sitja í Ráðuneyti annars framsóknarmanns en hans sjálfs. Vissulega getur hann huggað sig við það að þar með væri hann í líku hlutskipti og Hermann Jónasson í ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar, sjálfur myndi hann bera sig við Jónas á Hriflu og játa það að hlutskipti sitt væri þó skárra en Jónasar í ráðuneytum Hermanns.

Guðni gæti á páskaföstunni 2008 boðið samfylkingunni sitthvað sem Valgerður hefði ekki boðið samfylkingunni.

Ingibjörgu Sólrúnu byði hann utanríkisráðuneytið á nýjanleik. Á mót gæti Guðni gefið Steingrími J. hátt undir helming fjárlagannna með að færa honum heilbrigðis og tryggingaráðuneytið. Þar sem Guðni myndi þurfa reiða sig meira á stuðning annarra en eigin flokks manna, ekki ósvipað Gunnari Thoroddsen fæli hann öðrum en framsóknarmönnum veiga mikil ráðuneyti, t.a.m. Ágústi Ólafi Félagsmálaráðuneytið, keppinauti sínum í suðurkjördæmi úr Vestmannaeyjum, Lúðvíki Bergvinssyni samgönguráðuneytið, Jóni Bjarnasyni Fjármálaráðuneytið, ekki myndi Guðni hreyfa við Ögmundi í iðnaðar og viðskipta ráðuneytinu.  Vegna óvissu með stuðning úr eigin röðum myndi hann bjóða Guðjóni Arnari Sjávarútvegsráðuneytið á nýjan leik, þar sem málefnin skipta frjálslynda meira máli en stólarnir. Katrín Jakobsdóttir fengi ný verkefni í menntamálaráðuneytinu. Guðbjartur Hannesson fengi að spreyta sig á virkjunarglöðum Skagfirðingum í umhverfisráðuneytinu og Gunnari Svavarssyni myndi Guðni vilja kynna fyrir landbúnaðinum. Fyrir siðasakir myndi Guðni kalla Jónínu Bjartmarz til starfa í Dómsmálaráðuneytinu.

Þá væri Jóhönnu Sigurðardóttur færð aukin ábyrð mer formennsku í efnahags og viðskiptanefnd til viðbótar við það sem fyrir væri Atli Gíslason myndi taka við af Lúðvíki í samgöngunefnd. 

Með þessu sjónarspili gætu stjórnarliðarnir sýnt fram á að þeir kappkostuðu að tryggja þjóðinni Sjálfstæðisflokkslausastjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband