Hvammstangi á kortinu

Setrið er skemmtileg viðbót við þá menningartengdu ferðaþjónustu sem ætíð verður mikilvægari og mikilvægari.

Meðan við erum enn sólgin í upphafningu erlendra manna og kvenna, hlýtur, fyrir framtíð íslenskrar menningar, að vera nauðsynlegt að gera hinum ýmsu kimum íslenskrar menningar skil, og ennþá brýnna að kynna kimana fyrir útlendingum, svo þeir geti dáðst af, og þá gætu Íslendingar tekið við sér og endurnýjað kynnin við gömul gildi.

Kanadískur fræðimaður, hvers nafn ég man ekki nú rétt í þessu, sagði við mig í hneykslunartón, þar sem ég minntist ekki að hafa borðað súrsaða selshreifa, en sagðist þó hafa smakkað selsspik að það besta sem hægt væri að gera fyrir kanadískan sjávarútveg væri að hver Kanadamaður borðaði Selsborgara í það minnsta vikulega, Þannig væri hægt að stemma sitgu við útbreiðslu orma og draga úr ásókn sela í fiskistofna.

Verður fróðlegra að kíkja í heimsókn á Hvammstanga fyrir vikið.
Leirburði dagsins er sleppt að þessu sinni þó selalátur rími við slátur og lýsi við hýsi.

 


mbl.is Samgönguráðherra opnar Selasetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband