Ja, hérna, hér!

Sjálfstæðismönnum tókst að tryggja sér fyrsta þingsæti allra kjördæma. Sjálfstæðismenn náðu í 796 fleiri atkvæði en framsókn í Norðausturkjördæmi. Vonandi verður það grunnur vor undir framtíðahöll frelsis og framfara.

Ég óska nýjum þingmönnum til hamingju með sæti sín einkum og sér í lagi nýjum þingmönnum í norðausturkjördæmi. Nú þarf maður að finna sér tíma og horfa á kosningasjónvarp beggja sjónvarpsstöðva á netinu, til að skjalfesta sveiflurnar sem urðu í talningu. Ég held að fimm fyrrum formenn SUS hafi verið kjörnir til setu á Alþingi í gær.

Menn sögðu að skoðanakannanirnar hefðu verið of bjartsýnar því hafi menn verið of værukærir.
Miðað við vísbendinguna sem könnunin á föstudag gaf þá bættu Framsóknarmenn 1,4%-stig við sig, voru vanmetnir. Sjálfstæðismenn voru ofmetnir um 1,8%-stig. Frjálslyndir voru vanmetnir um 1,3%-stig. Íslandshreyfingin var vanmetin um 1,4%-stig eða um 42% af heildarfylgi framboðsins. Samfylkingin fékk 1stigi meira en samandregnar raðkannanirnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð var ofmetin um 3,3% stig í samanlögðum raðkönnunum síðustu viku.

Ef litið er á samandregnar raðkannanir síðustu viku , þá tapaði Sjálfstæðisflokkurinn 2,3%-stigum. Framsókn bætti við sig 0,7%-stigum. Samfylking bætti við sig 1,2%-stigum. VG tapaði 1,7%-stigi. Íslandshreyfingin bætti við sig 1,1%-stigi. Frjálslyndir bættu við sig 1% stigi.

Ef eitthvað er hæft í því að Íslandshreyfingin hafi verið framboð hægri grænna og að Íslandshreyfingin hafi fyrst og fremst tekið fylgi af Sjálfstæðisflokknum, má leika sér þannig að leggja fylgi Íslandshreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokks saman og fá þá:

  • Framsókn með 7 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkur með 27 þingmenn
  • Frjálslyndir með 4 þingmenn
  • Samfylking með 17 þingmenn
  • Vinstri grænt með 9 þingmenn

Þannig að framboð Íslandshreyfingarinnar styrkti Samfylkingu um 1 þingsæti í Reykjavík nyrðri, þ.e. Sigríður Andersen sæti á þingi en ekki Ellert B. Schram.
Nú fer maður að leita sér að húsnæði. Það var snúnara að en að opna blávatns-flösku að útskýra á japönsku gang mála milli eitt og hálf sex í morgun. Það hefði líka verið flókið að reyna slíkt á færeysku. Ég hef í það minnsta von í brjósti um að árangursríkt verði að rifja upp íslenskuna, að ég þurfi ekki að reyna að muna tungu mál sem ég hef þegar lært eða notað, eða læra nýtt.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband