Nú er lag

Hví í ósköpunum stökka stjórnendur Norðurorku ekki fram á sviðið í útrásaræðinu. Hví í ósköpunum eftirláta þeir sunnanmönnum alla athyglina, alla umræðuna. Í markaðsfræði er sagt að illt umtal sé betra en ekkert. Hve langt eru Hitaveita Suðurnesja, Orkuveita Reykjavíkur, GGE og REI komin fram úr Norðurorku. Hvað um Landsnet og Skagafjarðaveitur hví sitja stjórnendur þar á bæ hjá. Er það vegna þess að óefnislegar eignir eru ekki í hendi? Æðið er æðislegt. Hví vilja mennirnir ekki dansa með í kringum gullkálfinn.

Nú gætu Norðurorka, Samherji, Brim hf. og Góðviljaðir fjárfestar s.s. Magnús Þorsteinsson, Jóhannes Jónsson, Baldur Guðnason, Arngrímur Jóhansson auk velvalinna sveitarfélaga ruðst fram á sviðið ratað brautina sem verið er að ryðja og hjálpað til við ruðninginn með stofnun North Power Purchase. NPP gæti sennilega borað sér djúpt inn á milli REI og GGE í austurvegi.  

Með alsherjar sameiningu GGE, REI, NPP og Enex mætti td. stofna  GREINPENGEXPE og þá þyrftu sveitarfélögin tæpast að velkjast í vafa með lögbundna lágmarksþjónustu gagnvart íbúum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband