Nýja landsstjórnin

Nýja færeyska landstjórnin, ný Landsstjórn Sambandsflokks, Þjóðarflokks (f. Fólkaflokks) og Jafnaðarflokks (f. Javnaðarflokks) verður sem áður segir skipuð níu manns þeim:

Kaj Leo Johannesen, hafnarmaður, annar stofnanda Farex, formaður sambandsflokksins, fer fyrir stjórninni sem forsætisráðherra (f. løgmaður), hann hefur setið á þingi frá 2002.
Johan Dahl hefur stýrt Faroe Coldstores í Vági, Suðurey, frá 1998, sambandsmaður, vinnumálaráðherra, hann hefur setið á þingi frá 2002 aukin heldur var hann sjávarútvegsráðherra fyrstu 20 daga fyrri landsjórnar Jóannesar stjórn Jafnaðar,Þjóðar og Sambandsflokks.
Rósa Samuelsen, sambands kona úr Sandavogi hvar hún hefur verið sveitastjóri frá 2001, félagsmálaráðherra, hefur setið á þingi frá því í janúar, hún hefur farið fyrir sambandi færeyskra sveitarfélaga frá því 2005.
Jørgen Niclasen Sørvogi, stýrir versluninni Niclasen Sp/f [fyrst 1989-1998 og nú frá 2003], formaður þjóðarflokksins, utanríkisráðherra. Jørgen verkaði saltfisk hjá P/F Tomba samhliða þingmennsku á fyrsta kjörtímabili sínu á þingi, hann var sjávarútvegsráðherra frá desember 1998 fram í janúar 2003, í hvorri tveggja landsjórna Anfinns Kallsbergs - landstjórnum Þjóðar, Lýðveldis (f. Tjóðveldi) og Sjálfstjórnarflokks (f. Sjálvstýri) og svo sömu flokka með Miðflokknum.
Jacob Vestergaard, lögreglumaður á Ökrum í Suðurey, sjávarútvegsráðherra á nýjan leik hann var jú sjávarútvegsráðherra í seinni landstjórn Anfinns Kallsbergs - landstjórn Þjóðar, Lýðveldis, Sjálfstjórnar og Miðflokks frá febrúar 2003 fram í febrúar 2005, hann gengdi og embætti innanríkisráðherra frá desember 2005 til nóvembers 2007 í fyrri landstjórn Jóannesar - stjórn Jafnaðar, Þjóðar og Sambandsflokks, hann hefur setið á þingi frá því í janúar.
Annika Olsen, kennar í Þórshöfn, innanríkisráðherra, hún sat í brogarstjórn Þórshafnar fyrir Þjóðarflokkinn frá 2004 uns hún var kjörin á þing í janúar.
Jóannes Eidesgaard, formaður Jafnaðarflokksins frá Þvereyri á Suðurey, fjármálaráðherra, var fyrst kjörinn á þing 1990 hefur hann verið endurkjörinn æ síðan. Jóannes var fyrst félags, heilbrigðis og vinnumarkaðsmálaráðherra í síðustu landsstjórn Atla Dam - stjórn Jafnaðar og Þjóðarflokks, frá janúar 1991, í janúar 1993 bættust menntamálin við, í apríl 1993 varð hann á nýjan leik félags, heilbrigðis og vinnumarkaðsmálaráðherra í stjórn Maritu Petersen, stjórn Jafnaðar, Lýðveldis og Sjálfsstjórnar flokks fram til september 1994, þá varð hann fjármála og viðskiparáðherra og jafnframt vara forsætisráðherra í fyrri stjórn Edmundar stjórn Sambands, Jafnaðar, Sjálfstjórnarflokks og verkammanafylkingarinnar, fram í júní 1996. Jóannes varð forsætisráðherra  í febrúar 2004 og fór jafnframt með utanríkismál í sinni fyrri stjórn - stjórn Jafnaðar, Þjóðar og Sambandsflokks, fram til febrúar 2008, en einungis forsætisráðherra frá því í febrúar í sinni seinni stjórn - stjórn Jafnaðar, Lýðveldis og Miðflokks.
Helena Dam á Neystabø, menntamálaráðherra, hún var dómsmálaráðherra í seinni stjórn Jóannesar frá febrúar fram í sebtember, og þar áður félags og heilbrigðismálaráðherra í fyrri stjórn Anfinns, frá maí 1998 fram í febrúar 2001, þá sem sjálfstjórnarkona, hún sat á þingi 1990-1998 og 2001-2002 og svo aftur nú í janúar sem jafnaðarkona, hún er dóttir Atla.
Hans Pauli Strøm, deildarstjóri Hagstofu Færeyja, heilbrigðismálaráðherra, Hann sat á þingi 1998-2002, Hann var heilbrigðis og félagsmálaráðherra í hvorum tveggja stjórna Jóannesar frá febrúar 2004 fram í síðustu viku.

Óþarft á að vera að taka fram að ráðherrar í Færeyjum fá leyfi frá þingstörfum meðan þeir gegna embættum í landstjórninni, hafi þeir verið kjörnir á þing, og taka þá vara menn sæti á þingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband