kær kveðja að sunnan

Já sumir kvíða aðrir gera allt sem þeir geta, að því er virðist, til að magna upp stressið sem fylgir jólahaldi sumstaðar, þá eru þeir og til sem láta sér fátt um finnast. Nú er klukkan að ganga eitt og ég búinn að smyrja skyrið í skálarnar, þá get ég gengið til hvílu með verkefni morgundagsins í huga. hér halda menn að Pápi Nól komi af hellunni sem bráðnar, að sögn, þarna fyrir norðan Grímsey - ([hvað ætli verði um þá kennisetningu ef norðurskautsleiðin opnast - þarf ekki að bjóða pólbúanum hæli heima á Fróni? ])- og hafa ekki hugmynd um allt það líf sem leynist í íslenskum fjöllum, en það kemur ekki að sök, ég á að hlaupa í skarðið fyrir nágranna okkar, guð einn veit hvernig það getur farið.

Annars óska ég þeim sem líta í blaðrið gleðilegra jóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

gleðileg jól. haðfu það sem best yfir hátíðirnar og sjáumst á nýju ári.

Fannar frá Rifi, 24.12.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband