Kaldur klaki?

Vonandi verður Ísland ekki á köldum klaka í fjögur ár vegna vanhugsaðra yfirlýsinga í stjórnarsáttmála. Það væri synd er atvinnulífið myndi festast í sjálfheldu vegna áforma stjórnmálamanna um upptöku veiðiheimilda. Það er einkennilegt að það dugi ekki að skipta upp veiðiheimildum þeirra útgerða sem siglt hafa of djarft á lausafjármiðum fyrri tíma ef þessi dæmi eru einhver um tæknileg þrot útgerða, þannig að bankarnir taki yfir viðkomandi útgerðir. Það er ankanalegt að þeir sem hafa farið með löndum og siglt hafa varlega á lausafjármiðum íka á hættu að missa veiðiheimildir, sem gerir fjármögnun alls atvinnurekstrar erfiðari. Það eitt að slík aðferð sé orðuð í stjórnarsáttmála getur haft neikvæð áhrif á atvinnulífið, Atvinnulífið má ekki falla eins og spilaborg og ekki dugir að festa atvinnulífið niður með tjaldhælum, Atvinnulífið þarf öryggi um að ytriaðstæður þess, lagaumhverfi breytist ekki í sífellu, Atvinnulífið þarf festu svo það geti starfað eðlilega í þvi árferði sem nú er. Nóg rót er nú samt í samfélaginu.
mbl.is Lýsa vilja til að endurskoða fiskveiðistjórnunarlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvótakerfid hefur skadad thjódina stórkostlega.  Fiski hefur verdi kastad í sjóinn.  Óréttlaeti var skapad.  Thjófnadur átti sér stad.  Haeft fólk kemst ekki ad veidum vegna thessa bjánakerfis.

Hver sá sem ver thetta kerfi hefur ekki hreina samvisku.  Eingungis drulluhalar verja thetta gerspillta kerfi.

Skuldsettar útgerdir EIGA AD FARA Á HAUSINN.  Thad er kominn tími til thess ad stjórnmálamenn vinni fyrir KJÓSENDUR en ekki fyrir hagsmunahópa.

ANNAD HVORT ERU STJÓRNMÁLAMENN SPILLTIR EDA THEIR HRIFSA VEIDIHEIMILDIR ÚR HÖNDUM BRASKARA OG GLAEPAMANNA.

EF EKKI THÁ UNDIRRITA STJÓRNMÁLAMENN SINN EIGIN DÓM:  THEIR ERU GLAEPAMENN

THAD Á AD HRIFSA THETTA ÚR HÖNDUNUM Á GLAEPAMÖNNUNUM STRAX ALLT Á EINU BRETTI.

EINGIN ADLÖGUN.  FÓLKID FÉKK ENGA ADLÖGUN.  FÓLKID Á FISKINN EKKI GLAEPAMENNIRNIR

VID EIGUM FISKINN.  AUDLINDIR SJÁVAR ERU OKKAR EIGN.

LÍU OG CO GETA ÉTID THAD SEM ÚTI FRÝS.

Hilló (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

Því hefur verið fleygt fram að skuldsettar útgerðir eigi að fara á hausinn, eiga skuldsett heimili að fara á hausinn? Sá sem stendur ekki í skilum fer á hausinn, skitir litlu máli hvort sá á egnir á móti skuldum eður eigi, forsenda þess að standa í skilum er aðgangur að lausu fé. Það á ekki að vera hlutverk stjórnvalda að kasta olíu á þann eld sem þegar logar -  auka enn frekar á þann vanda sem að oss steðjar. Segi ég það óháð því hvaða álit menn hafa á gildandi lögum.
Ef skuldsett útgerð getur greitt af lánum, hvort sem hún á eignir eða ekki þá þarf útgerðin ekki að fara á hausinn.

Arnljótur Bjarki Bergsson, 9.5.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband