Brjótið odda, kyngið stolti, étið hatta - leiðið landsmenn að lausn

Nú þegar mikill vandi steðjar að þjóðarbúinu er mikilvægt að þau sem þjóðin hefur valið til að fara fyrir sínum málum brjóti odda af oflátum sínum, kyngi stoltinu, hámi í sig höfuðföt og starfi saman að lausn vandans. Nær væri að menn einbeittu sér að raunhæfum lausnum heldur en að láta mikið með aukaatriði.

Mikið hefur verið rætt á Alþingi um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem Tryggingarsjóðnum er ætlað að ráðast í til að standa í skilum samkvæmt margnefndum samningi. Vilja sumir að Alþingi setji fyrirvara við ríkisábyrgðina. Undir samninginn var ritað með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Ég fæ ekki séð að það bjargi okkur að ábyrgjast eitthvað sem við getum ekki staðið við. - Þá þarf það að koma fram. Svo er annað sem menn hljóta að setja í forgang er að fá úr því skorið hverjum beri að greiða hvað. - Það þarf að skýrast áður en nokkuð er greitt.

Kapp er best með forsjá, nú sem fyrr.


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

It would seem the Icelandic Government has to pay.........Where they get the money from is up to them.....I would have thought the "gansters" have to pay........The Gansters are......The 'utrásavikingar"....the bank managers....and the Icelandic Governement at the time the money was stolen from the UK and Holland..

Fair Play (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband