Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Það er gott til þess að vita að vilji og vit Halldórs Blöndal svífi enn yfir vötnum vegum, og vegaleysum. Án framsýni, bjarstsýni og stórræðni verður okkur lítið ágengt. Rómverjar áttuðu sig á því fyrir margt löngu að styðsta leiðin milli tveggja staða liggur eftir beinni línu. við þurfum að hafa það í huga þegar við hugsum um samgöngur milli Hrútafjarðar og Hornarfjarðar.
mbl.is SVÞ vill stórátak í vegamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað með mjúk mótmæli?

Ég veit ekki með alla aðra, en auðvitað mátti búast við hefðbundnum mótmælum úr þeim áttum sem nú hafa mótmælt. Ekki bjóst ég við mjúkum mótmælum né heldur við hörðum meðmælum þó slíkt hefði verið ólíkt skemmtilegra. Nú er spurning hvað líði kengúruveiðum í Ástralíu.

En hve mikið af óánægjunni, erlendu, er komið til fyrir tilstilli heimavinnu innlendra óánægðra einstaklinga?
Af hverju formæla menn hvalveiðum sem mest þeir meiga en bæta svo við að svona nokkuð breyti engu eða hafi engin áhrif eða beri sig ekki og verði því sjálf hætt? Má segja slíkan málatilbúnað fálmkenndann?


mbl.is Hörð viðbrögð við veiðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalreki

Þessi tíðindi mætti telja til hvalreka, og auðveldar öllum að greina kjarnann frá hisminu.

„Andstæðingar veiðanna halda því fram að það sé ekki markaður fyrir hvalkjöt. Ef það er rétt, hvernig geta þeir þá haft áhyggjur af ofveiði hvala?" spyr Lapointe. Staðreyndin sé sú að það sé ákvörðun veiðimannanna sjálfra hvort þeir leggi fé sitt í veiðarnar, ekki dýraverndarsamtaka. Íslensk stjórnvöld eigi svo að fylgjast með veiðunum og gæta þess að þær séu innan löglegra marka.

Stjórnvöld í einu landi hafa lítið með það að gera að ákveða hvort markaður fyrir ákveðna vöru sé, eða sé ekki fyrir hendi í öðrum löndum. Eigum við að ákveða hvort markaður með hundakjöt sé til staðar á Kóreuskaganum eða við strendur Kínahafs?

Þeir borða hval sem vilja ekki kveljast.


mbl.is Náttúruverndarsamtökin IWMC styðja hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sænsk er Grýla-kerling ekki!

Ja hérna hér.
Segjum sem svo að Þorgerður Katrín hefði ekki borgað afnotagjöldin af RÚV og Jón Sigurðsson hefði greitt heldur lítið, og svart, til húshjálpar sinnar, og þar að auki vaæri vitað að tveir ráðherrar hefðu reykt hass, jafnvel "andað hassreyk að sér". Og að allt þetta kæmist í hámæli innan tveggja vikna frá valdatöku ríkisstjórnarinnar, þ.e.a.s. á seinnihluta júnímánaðar 2006. Þá hefði margur sagt mikið meira.

Ég held að Geir og hans galvaska lið hafi staðið sig vel í sumar. Ég veit að hann getur gert meira því þau hafa og staðið sig vel nú á haustmánuðum. Árni ætti að framkalla prósentið sem við sáum fram á að glata í sumar og þá verður allt gott, eða er ég orðinn yfirblaðrari ef ég skrifa svona.

Ég vona Svíja vegna að gott fólk veljist í staðinn fyrir þau sem náð'u ekki að ljúka starfsþjálfuninni.
mbl.is Annar ráðherra segir af sér í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef

Menn meiga sem fyrr leika sér eins mikið og hver einn vill. Nú unnu Lettar Íslendinga 4-0 á heimavelli í gær, á kjördegi. Útgönguspár benda til þess að Lettar-Lettlendingar hafi stutt stjórnarflokkana til áframhaldandi stjórnar.

En ef Íslendingar hefðu nú sigrað stórþjóðina við Eystrasalt? Ætli Lettar hefðu farið yfir um í hneikslan og refsað ríkisstjórnarflokkunum fyrir lélegan aðbúnað og slæglega þjálfun knattspyrnulandsliðsins. Ég man þegar kennari í Egilsstaðaskóla sagði okkur nemendunum að þó að seinni heimstyrjöldinni hefði lokið einhverjum árum áður, þá hefði ekki verið heimsfriður í staðinn, meira að segja hefði brotist út ófriður milli tveggja nágrannaríkja í rómönsku ameríku að loknum landsleik í knattspyrnu. Þá hefðu Lettar nú talist friðsamir ef þeir hefðu bara steypt stjórninni.
mbl.is Útlit fyrir sigur stjórnarflokkanna í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband