Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

M.MSc.

Þá er gráðan komin í hús, eða í það minnsta í hendurnar á mér. Við svo búið hefst ferðin heim á leið, ég hef uppskorði í samræmi við sáninguna, að ég tel, og þarf að koma forðanum fyrir á góðum stað í öruggri geymslu.

Ferðin heim virðist ætla að verða þyrnum stráð líkt og ferðin hingað fyrir um þremur árum, hefst á tveggja tíma seinkun. Í þokkabót stendur á svörum frá flötulöndunum hvað varðar gistingu. Í versta falli fæ ég mér lúr við hilð hafmeyjunnar smáu. Ég á semsagt að mati forsjónarinnar einungis að halda mig á örðum hvorum staðnum en ekki að fara hér á milli.

Ég man nú þegar eftir fleskinu sem ég gleymdi í geymslu prófessorsins, og hef ég því góða afsökun fyrir að koma fljótt aftur, þó ekki nema væri til að ná í stærra stykki en Halldór Blöndal og hirð hans fengu gefins á markaðinum góða á land heimtunni um árið.

Vikan var annasöm. reyndar hafa vikurnar sem helgaðar voru bið eftir skíteini einkennst af meira annríki en ég ætlaði í upphafi. Ég get sagt frá því að ég hneigði mig við útskriftina. Frá því að ég heimti skírteinið hef ég verið á þönum. ég vonast eftir góðum nætur svefni.

Við skulum sjá hvað tekur við er ég kemst heim.


Frétt?

Núverandi Fiskveiðistjórnunarkerfi nýtur ekki óskoraðs stuðnings landsmanna samkvæmt nýlegri könnun blaðsins Blaðið. Eftir því sem ég kemst fjærst var einungis spurt um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur bitbein manna og flokka á meðal nokkur undandgengin misseri. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur verið "umtalað jafnvel umdeilt". Ný-frjálslyndir voru duglegir við að benda á ókosti kerfisins og jafnvel gert meira úr þeim en ástæða er til að ætla að nauðsynlegt hafi verið. Því eins og bent var á á vef kenndum við efnahagslögsöguna:

Annas Sigmundsson, stjórnmálafræðingur, kynnti nú í febrúar síðastliðnum, niðurstöður BA- ritgerðar sinnar, sem ber heitið „Rannsókn á byggðaþróun á Ísafirði: Þáttur kvótakerfisins í byggðaröskun á landsbyggðinni.“ Ein af meginniðurstöðum rannsóknar Annasar er að kvótakerfið eigi mjög lítinn þátt í því að fólk ákveði að flytjast á brott af landsbyggðinni. 

Hluti af rannsókn Annasar fólst í spurningakönnun sem hann lagði fyrir 1.000 brottflutta Ísfirðinga á árunum 1990 til ársins 2004.  81% af þeim sem svöruðu sögðu að annað en kvótakerfið hafi ráðið meiru um að það flutti á brott. Þá sögðu 41,4%skortur á atvinnutækifærum hafi ráðið mestu um að það flutti og 26% sögðu skort á möguleikum á framhaldsnámi hafa ráðið mestu.

Skyldi einhver hluti þeirra sem sögðu sig andvíga núverandi fiskveiðendastjórnunarkerfi hafi tekið þá afstöðu í þeirri trú að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hafi leitt til þess að stöðugur flótti fólks sé búin að vera frá byggðarlögum á landsbyggðinni frá því að fiskveiðistjórnunarkerfið var lögfest.


mbl.is Rúm 70% andvíg kvótakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherraefni

Ég er algerlega ósammála Staksteinahöfundi. Sjálfstæðisflokkur er alveg eins líklegur og hvaða annar flokkur til að kalla konur til ábyrgðastarfa í ríkisstjórn Íslands.

Ef Staksteinahöfundur meinar það sem hann segir um að meiri hluti ráðherra liðs hvorttveggja samfylkingar og vinstri grænna verði skipaður konum, væri gott að vita hvaða kvenfólk staksteinahöfundur hefur í huga. Þó svo að staksteinahöfundur ætti kollgátuna um kvennaval vinstrimanna og sameinaðra vinstrimannaer óvíst hvort það dugi til að ríkisstjórnlandsins verði skipuð fleiri konum en körlum. Því eins og Þjóðarpúlsinn sem Capacent þuklaði um daginn þurfa vinstrimenn og sameinaðir vinstri menn á annað hvort framsóknarmönnum nú eða ný-frjálslyndum að halda til þess að myndað gætu þeir starfhæfa stjórn. Hvorttveggja nýfrjálslyndir sem og framsóknarmenn hafa karla á odda.

Þjóðarpúlsinn reiknaði með að
Vinstrigrænir myndu hampa 8 þingkonum
Sjálfstæðisflokkur myndi hljóta 7 þingkonur
Samfylking myndi hafa 5 þingkonur
Framsóknarflokkurinn myndi ná inn 2 þingkonum
Frjálslyndiflokkurinn myndi státa sig af 1 þingkonu

Ómögulegt er með öllu að segja hverjir verði ráðherrar í næstu ríkisstjórn, hins vegar má maður blaðra útí loftið. Eins og hér hefur áður verið gert. Nú ætla ég að notast við nýjustu útprentun á slagæðarmælingum Capacent. Ekki er útlit fyrir hreinan meirihluta neins flokks að loknum kosningum. Ég leyfi mér hér að birta þá sem ég tel að séu á topp 10 hjá hverjum flokki um sig. Auðvitað tel ég formann og varaformann hvers floks vera í mestum metum, en hverjir koma þar á eftir, veit ég ekki með vissu - ég þekki ekki röðina en ég tel eftri talda vera fremsta meðal sinna jafningja.

Sameinaðir Vinstrimenn - hin samfylktu - Samfylkingin
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður
Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður
Össur Skarphéðinsson þingflokksformaður
Kristján L. Möller varaformaður þingflokks
Þórunn Sveinbjarnardóttir meðstjórnandi þingflokks
Gunnar Svavarsson formaður framkvæmdastjórnar
Jóhanna Sigurðardóttir á þingi frá 1978
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á þingi frá 1995
Björgvin G. Sigurðsson á þingi frá 2003
Katrín Júlíusdóttir á þingi frá 2003

Vinstrimenn - innrautt grænt - Vinstrihreyfingin grænt framboð
Steingrímur J. Sigfússon formaður
Katrín Jakobsdóttir varaformaður
Ögmundur Jónasson þingflokksformaður
Þuríður Backman varaformaður þingflokks
Árni Þór Sigurðsson stjórn VG
Gestur Svavarsson formaður kjördæmisráðs
Kolbrún Halldórsdóttir á þingi frá 1999
Jón Bjarnason á þingi frá 1999
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Álfheiður Ingadóttir


Flokkurinn - Bláminn - Sjálfstæðisflokkurinn
Geir H. Haarde formaður
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður
Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður
Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður þingflokks
Árni M. Mathiesen á þingi frá 1991
Einar Kristinn Guðfinnsson á þingi frá 1991
Ásta Möller á þingi frá 2005, þar áður 1999-2003
Kristján Þór Júlíusson
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir/Ólöf Nordal/Björk Guðjónsdóttir

Framsókn - Grænkan - Framsóknarflokkurinn
Jón Sigurðsson formaður
Guðni Ágústsson varaformaður
Sæunn Stefánsdóttir ritari
Valgerður Sverrisdóttir á þingi frá 1987
Magnús Stefánsson á þingi frá 2001, þar áður 1995-1999
Jónína Bjartmarz á þingi frá 2000
Birkir Jón Jónsson á þingi frá 2003
Siv Friðleifsdóttir á þingi 1995-2007
Bjarni Harðarson
Guðjón Ólafur Jónsson á þingi 2006-2007

Ný frjálslyndir - fályndir - Frjálslyndiflokkurinn
Guðjón Arnar Kristjánsson formaður
Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður og þingflokksformaður
Sigurjón Þórðarson varaformaður þingflokks
Jón Magnússon
Kolbrún Stefánsdóttir
Valdimar Leó Friðriksson á þingi 2005-2007
Kristinn H. Gunnarsson á þingi 1991-2007
Bárður Halldórsson
Gretar Mar Jónsson
Ásthildur Cecil Þórðardóttir/Guðrún María Óskarsdóttir


Vonandi áframhald á þessu

Ég segi nú bara fyrir mitt leiti að vonandi vænkast hagur japana áfram sem og allra annarra í búa þessarar kringlu, hvar svo sem ég verð niður kominn eftir næstu mánaðarmót. á ég ekki að vera nægju samur og segjast hafa notið uppgangsins í japönsku efnahagslífi, án þess að reyna að tengja uppganginn of mikið við mitt líferni.

-

Kóreski hvítlaukurinn virkaði öfugt við staðdeyfingu. Ég hef ekki fengið aðra eins staðfestingu á tilveru tanngarðs míns í háa herrans tíð og ég fékk er ég beit í hvítlauk með sashimi í Seúl um síðustu helgi. Ég er þó búinn að rétta úr kútnum og hef að mestu tekið upp mér áður tamið líferni.


mbl.is Hagvöxtur í Japan meiri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikslok

Í skjásins símu
skilafrestur rennur út
námsmaður dottar
---
íslenskun á boðskap J. Cham. Jorge hefur leyft manni að brosa út í annað, annað veifið.

Já nú styttist dvölin dag frá degi. Ég hef fengið vitneskju um það að ólíkt því sem var þegar ég fór út um Frankfurt þá kem ég heim um Köben. Ég reikna með að ég þoli veðrabrigðin og tóri út vikuna.

Ég er búinn að binda inn mastersritgerðina mína sem í íslenskri staðfæringu minni gæti heitið:
Gerð og greining ætra prótein filma úr kolmunna og loðnu.
Þar fyrir utan flutti ég erindi í desember í Waseda á námskeiði helguðu Íslandi.
Erindið bar heitið Gyogyou no kuni Aisurando eða í íslenskri staðfæringu: Sjávarútvegslandið Ísland.
Þá er ég búinn að prenta út veggspjald til sýningar á Nippon Suisan Gakkai sem í íslenskri staðfæringu minni gæti kallast:
Greining lífleysanlegra prótein filma úr kolmunna og loðnu.

Það versta við flutninginn sem nú er fyrirsjánlegur, er óvissan um merkinguna á kössunum.
rúmur helmingur hefur þegar verið sendur af stað ef ekki meira, fer eftir því hve mikið af munum mans samnemendurnir girnast.

Eilífðarlán ehf.?

Þannig að svona djók breyting - breyting á húsnæðislánum - hefur fyrst og fremst áhrif á verðin sem eru í gangi á markaðnum. Sérstaklega skulum við hafa í huga að þessi breyting hefur fyrst og fremst áhrif fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð.  Íbúðir þeirra sem þegar áttu þær hækkuðu í verði, en þeir sem ætluðu að kaupa nýja borguðu svipað eða meira.
[...] heildaráhrifin voru - af breytingu á húsnæðislánum - eftir sem áður þau að þeir sem þegar áttu íbúð eignuðust bunch of money, ýmist í verðmætari eign eða með hagstæðari endurfjármögnun. En þeir sem áttu eftir að kaupa íbúð græddu í raun mest lítið. Núna er sjálfsagt eitthvað svipað að fara að gerast. Það er einfaldlega verið að gefa íbúðareigendum peninga, frekar en þeim sem eru á leið í íbúðakaup.

Þetta er vel mælt hjá Guðmundi Svanssyni. Því auðvita var það grín að ganga á það forskot sem ungtfólk í fyrstu húsnæðiskaupum hafði, með rétti á sérmeðferð, fyrirheit um að heimila öllum sömu stöðu. Sérstaklega í ljósi þess hvernig fyrirheitin um aukin húsnæðislán voru gefin. Bankarnir brugðust við því að sjá spón úr sínum aski hverfa í gin Íbúðalánasjóðs. Eftirleikinn var á tímabili hægt að telja í byggingakrönum, svo mörgum byggingakrönum á auðum svæðum og í uppsveitum Seltjarnarness að til tíðinda þótti í Tókýó.

  • 2007 90% lán 18 milljóna hámark nú.
  • 2011 25 milljóna hámark plús verðlagsbreytingar.
  • 2015 95% lán. 
  • 2019 100% lán 45 milljónir 
  • 2023 ótakmörkuð fjárhæð.

Verður í framtíðinni farið fram á það að fólk taki allt lífið að láni? Að 110% lán fyrir öllu mögulegu verði talið til mannréttinda? Hvar endar þetta.
Það var ekki einungis Guðmundur Svansson sem er sammála Vilhjálmi Egilssyni mér skilst að Ásgeir Reykfjörð sé það líka sbr. spurningu hans hvort hugmyndin sé að Félagsmálaráðuneytið eigi að gera fólk sem mestan óleik. Þá var Magnús Helgi Björgvinsson og sammála Vilhjálmi.


mbl.is Framkvæmdastjóri SA segir hækkun íbúðalána afleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tvennt

Brotthvarf Margrétar Sverrisdóttur úr Frjálslyndaflokknum færir VG - þó ekki Verdens Gang - tvö kannanasæti. Eða munu menn reyna að segja að sú tilfærsla sé tilkomin sökum þess að ný forusta nýja Frjálslyndaflokksins hafi ekki risið undir rasískustu væntingum stuðningsmannanna sem hafi því hallað sér til vinstri. Reyndar er líka hægt að segja að brotthvarf Margrétar hafi kostað Frjálslynda eitt kannanasæti og liðsstyrkur Kristins H. hafi kostað flokkinn annað sæti. Nema að persónur skipti engu en málflutningur á fundum Alþingis öllu. Hví blaðra ég á þessa leið, nú jú Þjóðarpúlsinn í janúar benti til B 6, D 24, F 6, S 14, V 13 , Þjóðarpúlsinn í febrúar bendir til B 6, D 24, F 4, S 14, V 15.
Rétta Frjálslyndir úr kútnum með umræðum um Netlögreglu? Samt sem áður er efinn um næsta kjörtímabil enn til staðar.

---

Þá vil ég óska Friðjóni farsæls flutnings á nýjar slóðir og Bjarna Má til hamingju með útskrift.


í b.stj.kosningum?

Ég heyrði nú Halldór Blöndal fagna því á Landsfundi 2003 að Davíð Oddsson væri athafnastjórnmálamaður ekki umræðustjórnmálamaður, en vitanlega var Björn Ingi ekki þar.


Viðhorf til fjallvega

Nytsemi vegabótanna er því í réttu hlutfalli við fjölda viðskiftanna, nytsemin er að sama skapi meiri sem fjöldi viðskiftanna er meiri. Fyrir því má svo virðast sem endrbót, enda flestra hinna fornu fjallvega vorra, sé alveg ófyrirsynju, því alþíngisreiðarnar á Þíngvöll eru niðr lagðar, svo og skreiðarferðirnar milli Suðrlands og Norðrlands, en lítil viðskifti höfum vér við fjöll og firnindi. Póstvegirnir og gufuskipaferðirnir eru nú komnar í stað fjallveganna fornu. Leyfum fjallvegunum að fyrnast og verða að réttum forumenjagrip, til þess hefir tíminn dæmt þá, en slept þeim sem viðskiftavegum.

Ritaði prestur innan úr Hólabiskupsdæmi í þrjú ár á 19. öldinni fyrir þess tíma 400 krónur, sama bók og áður var greint frá.
Húnvetningar sem voru sagðir andvígir vegarlagningu yfir Stórasand eru nú sagðir andvígir vegaruppbyggingu yfir Kjöl. Strokaði Sturla veginn um Kaldadal út af Vegaáætluninni.

Keyra má á Kili,
kannski á öðruhundraðs bili.
Ef breið bundin slitlags möl
liggur beint yfir Kjöl


verslun mannanna

En þetta ástand vort er og sprottið af mannavöldum. Fyrst er þá hér til að nefna hina langdrepandi kaupveldiskúgun fyrri alda, og í annan stað samgönguleysið og viðskiftaleysið við öll lönd önnur en Danmörk, er verzlunaránauðinni var samfara [...] Verzlun vor gengr enn í sporum einkaverzlunarinnar; hún hefir enn sem fyrr aðsetr sitt í Danmörku og hefr þaðan göngu sína á vorum, leggr alla framfærsluna á danska varnínginn, frá 50 til 100 af hundraði hverju, og flytr svo heim til Danmerkr úr selinu á haustin með farfuglunum [...]   Auk þess er nú var talið er einkum einn mikill ókostr á verzlun vorri, og er hann ein af erfðasyndum hinnar fornu einokunar. Öll fyrirhöfnin eðr allr tilkostnaðr verzlunarinnar er lagðr á útlenzka varnínginn, en hinn innlenzki varníngr er keyptr með mjög svo sama verði sem hann selst með erlendis. Þetta kemr að vísu með fram af samgönguskorti vorum við útlönd, svo kaupmenn vorir þykjast enn þurfa að sitja á vetrum utanlands, en þó einkum af gömlum óvana eðr skoðun þeirri, að verzlunin við land vort hafi upptök sín í Kaupmannahöfn eðr annarstaðar erlendis, en eigi í landinu sjálfu. Kaupmaðrinn byrjar verzlunina utanlands frá, og vill því tryggja sig þegar í upphafi gegn öllum skaða, og það gerir hann með því að leggja alt eðr sem mest á útlenzka varnínginn, er hann flytr híngað og selr. Fari nú svo eitthvert sinn, að hann bíði talsverðan halla á íslenzku vörunni, þá hugsar hann sér til hreifíngs að leggja ríflegar á útlenzka kaupeyrinn hið næsta sinn, ef hann þykist eigi hafa það í hendi sinni að skamta verðið á íslenzka varníngnum næsta sumar eftir En af aðferð þessari leiðir auðsjáanlega, að kaupmaðrinn hugsar svo lítið sem ekki um hvort innlenzka varan sé útgengileg eðr eigi. Fyrir því gerir hann lítinn eðr engan mun á vandaðri og óvandaðri vöru hjá landsmönnum, og gerir sjálfr lítið eðr als ekki til þess að hún verði útgengilegri; kaupmennirnir vita eðr hugsa sem svo: æfiniega er hægrinn hjá að jafna halla vorn á Íslendíngum að ári komanda[...] En hversu margir og stórir sem gallar þessir eru, þá eru þeir engan veginn svo mjög að kenna mönnum þeim er nú standa fyrir verzlun vorri, sem hinu, að þótt verzlun vor sé frjáls í orði og að nafni, þá er hún engu að síðr einkadóttir einkaverzlunarinnar, og kippir því einlægt í kynið. Verzlunin er enn sem fyrr í raun réttri búsett erlendis, og er því útlend og skoðar oss sem útlendínga sína og sjálfa sig sem útlendíng vorn. það skiftir litlu hvað verzlunin heitir að lögum og á blöðum, hitt skiftir mestu, hvað hún er í sannreyndinni. Þessi útlendíngssvipr og ættarmót þekkist og meðal annars á því, að fáir munu finna nokkurn eiginlegan mun á kaupskaparlagi kaupmanna fyrir þá sök eina, að nokkrir þeirra eru fæddir Íslendíngar en aðrir fæddir útlendíngar. Vaninn er ríkr, og rás viðburðanna verðr eigi breytt með lagaboðum einum saman. Allar hinar góðu og vitrlegu tilraunir kaupstjóra Gránufélagsins og velvild félagsmanna sýna ljóslega hversu örðugt og enda ókleyft er að kljúfa straumröst tímans og hins fasta vana.

Eg skal nú drepa einúngis á tvo stórgalla á verzlun vorri með fylgigöllum þeirra. Annarr stórgallinn er sá að enginn réttnefndr smásali er í landinu, því “borgararnir” geta eigi heitið því nafni. Kaupmenn vorir eru því vanalega stórkaupmenn í Höfn, farmenn milli Íslands og Danmerkr og loksins smásalar á landi hér. Afleiðíngin af þessari skipun er sú, að hér verðr svo lítil sem engin samkepni milli kaupenda og selénda, sem er einmitt lífið og sálin í frjálsum viðskiftum manna og aðalvörðr verðlagsins.

  • Alþýða manna hefir bein viðskifti við kaupmanninn sem smásala, því enginn annarr smásali er til; en henni eru samtökin jafnan erfið og því ólagin, enn þótt miklu þéttbýlla sé en er á landi voru. “Dreifðu og drotnaðu”, segir fornt máltæki, og “aumr er höfuðlauss herr”, segir annað. Það annað, og er það enn lakara.
  • Alþýða manna ber svo lítið sem ekki skynbragð á verðlag á útlenzka varníngnum, svo sem hann er keyptr stórkaupum erlendis, og veit því eigi hver framfærslan er á honum hér, með því framfærslan er munrinn á stórkaupaverði varníngsins erlendis og smásöluverði hans hér, og því síðr veit hún hve mikil framfærslan ætti að vera, en hún er hinn rétti og hæfilegi tilkostnaðr eðr fyrirhöfn.
  • Alþýða veit því aldrei hvort kaupmaðrinn selr með vægu og sanngjörnu eðr með óvægilegu og ósanngjörnu verði, af því að enginn stórkaupmaðr og engin stórkaup eru í landinu til að miða við, heldr eintóm smásala kaupmanna.
  • Alþýða veit eingöngu, hvort einn kaupmaðr selr aðalvöruna dýrara en annarr, meira veit hún eigi.

Svo stendur í góðri bók prentaðri af Möller árið 1880.

Er ekki gott að rifja þetta upp þegar menn tala um hver hagnist mest af lækkun virðisaukaskatts.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband