Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Afbakstur Frjálslyndra

Frambjóðandi Frjálslyndaflokksins hefur nú farið um héruð og fundað með boðskap sem er í líkingu við stjórnarstefnu Kambódíu meðan Íslendingar voru að átta sig á því hvernig bæri að stýra hinni stóru nýfengnu efnahagslögsögu. Því þó vægt sé til orða tekið má segja að Sigurjóni sé í nöp við þá fræðinga sem starfa á Hafransóknastofnuninni. Í sjálfu sér boðaði hann ekki blóðuga menningarbyltingu í anda Maós formans, hins vegar talaði hann fyrir því að skipta út þeim fræðingum sem nú starfa. Þá gefur Sigurjón lítið fyrir þá STAÐREYND að úthluta dögum á skip felur í sér litlu minni skömmtun en að úthluta kílóum á skip. Eins þykir Sigurjóni lítið til þess þankagangs koma sem veltir hugmyndum upp á þá leið að meiri veið sé vel möguleg með aflamark ekkert síður en sóknarmarki. Eina sem til þurfi að koma sé vísindaleg vissa fyrir veiðiþoli stofns eða stofna. Vilji þeir sem stýri Sjávarútvegsmálum á Íslandsmiðum ganga nær stofnum en gert er má gera slíkt með úthlutun meiri aflahemilda, óþarfi er að kollbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þegar Sigurjón talar um Útflutningsverðmæti verður Sigurjón að hafa hugfast gengisþróun krónunnar. Það borgar enginn banki 100 krónur eða meira fyrir einn Dollara í dag.

Áróður Sigurjóns og félaga hans er ekki í ýkjamiklum tengslum við raunveruleikann. Í raun og veru skiptir mestu máli að menn veiði fisk, verki fisk og selji fisk. Íslenskur sjávarútvegur glímir við samkeppni á mörkuðum; vöruþróun og aukin nýting er það sem skiptir máli í íslenskum sjávarútvegi til framtíðar. Stagl um ef og hefði skilar ekki aukningu útflutningsverðmætis.

Ótrúlegt í norðaustri

Það hefur margsinnis verið sagt að kosningafræðin séu flókin, séu hreint og beint marg flókin. Nú veit maður ekki alveg hvernig óákveðnir dreifast yfir landið. Vitnalega eru þessar tölur ekki niðurstöður kosninga. Auðvita fara framsóknamenn að spretta úr spori, fyrst þeir eru sprottnir úr grasi. Framsóknarmenn fá áfall ef þeir fá ekki fjórðung í Norðausturkjördæmi. Samt lækka þeir úr hinni könnuninni sem Capacent gerði í norðaustri fyrir skemmstu, og samt eru þeir komnir af stað, farnir að þakka sér einum mál sem þeir féllust á að fengju framgang að loknu talsverðu þófi. Þá hlýtur auglýsingamennska og skrumskæling að hafa einhver áhrif einhversstaðar. Maður veit ekki hver hart verður í millum jafnra jafningja í röðum jafnaðarmanna.

Væru úrslitin þessi eða á þessa leið væru ekki framsóknarmenn með fjóra mann, þeir eru í baráttu við vinstri græna um aukasæti í Naustri. Taki vinstrigrænir 1,75% eða um það bil af Sigurjóni Þórðarsyni yrði sjómaðurinn að taka pokann sinn og fara í land, en taki framsókn 1,6% af Sigurjóni eða einhverjum öðrum yrði Birkir Jón áfram 9. þingmaður kjördæmisins. Sjálfstæðismenn þurfa að spýta í lófana svo vinna meigi að kjöri læknisins Þorvaldar. Hvar eru Akureyringarnir sem vildu Akureyrarlista, hví styðja þeir ekki Sjálfstæðisflokkinn betur og dyggar. Það er mjótt á mununum. Vopnfirðingar geta tryggt Þorvaldi sem læknaði á Vopnafirði á árum áður sæti á Alþingi. Samfylkingin þarf að ég held um 7% í viðbót við þau 17% sem hún hefur svo Lára lalli inn á þing til að vera.

Þorvaldur var góður formaður í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar, meðan ég var þar varaformaður. Ég myndi gleðjast ef Þorvaldur kæmist á þing, en þá er bara að fá fólk til að kjósa flokkinn. - Og kjósa flokkinn, ekki bara í Naustri heldur og á öllu landinu.

Þorvald á þing - xD
---

Könnunin sem var kynnt í vikunni í Reykjavík syðri benti til þess að þjóðin öll þyrfti að taka sig saman og kjósa Sjálfstæðisflokkinn svo Geir kæmist að, svo Geir gæti setið áfram á þingi, í það minnsta sem uppbótarmaður.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Faraldsfótur

Ég fór líka á Vopnafjörð, og mér þótti gaman að sjá hin vopnfirsku víðerni opnast á móti mér- og okkur. Ráðstefnuna sátu yfir 50 manns - einungis 2 þingmenn sáust. Vopnfirðingar vilja minnast sona sveitarinnar með veglegum hætti. Þá horfa vopnfirðingar ekki síst til lands þegar þeir huga að framtíð í ferðamennsku í firðinum.

Nú ætla ég mér að sitja Fiskiþing Fiskifélags Íslands.

----
Er niðurstaða íbúalýðræðis einungis marktæk þegar niðurstaðan fellur að hugmyndum vinstri grænna, má hundsa niðurstöðu íbúalýðræðis ef niðurstaðan fellur vinstri grænum ekki í geð.

---


Gleðilegt sumar,

gleðilegt sjálfstæðis sumar. Ég hef nú gengið fram og aftur um Egilsstaði á Fljótsdalshéraði og séð uppbygginguna sem er meiri en orð hafa farið af. uppbyggingin hefur verið gríðarleg, og það vegna framkvæmdavilja alþjóðlegs einkafyrirtækis.

Ég var á opnum fundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum í gærkvöldi, þar var góð umræða um næstu skref í samgöngumálum sem og uppbyggingu í velferðarmálum, einkum og sér í lagi í menntamálum, þá kom hin neikvæða afstaða vinstri grænna í ljós. Ég tók eftir því að "jafnaðarmenn" gerðu mikið úr meintum ójöfnuði, ójöfnuði sem er ekki til staðar í íslensku samfélagi, en fundagestir tóku því hjali fálega, enda sá það hver maður að Sigurjón Þórðarson sat til sama borðs og utanríkisráðherrann.

Enn geta menn hneykslast á þjóðlendumálinu, jafnvel þó nýjar og betri verklagsreglur hafi verið teknar upp.

Við hvað erum menn hræddir í heilbrigðismálum, sá einkarekstur sem á sér stað innan heilbrigðisgeirans gengur vel og óhætt er, að ég tel, að halda áfram á sömu braut.


---

Ég sá í Morgunblaðinu um daginn að 71% þjóðarinna teldi 35,72% tekjuskatt of háan, vitanlega væri 35,72% tekjuskattur fáranlega hár ef ekki kæmi til afnám útsvars. Tekjuskattur er ekki 35% hann er nær 22,75%. Rétt eins og Bjórárbúinn benti á.


Það á enginn neitt í pólitík

 hefur margur frambjóðandinn sagt þegar stríð eru fyrir ströndum eða váleg veður í lofti. Þeir sem eru fullra átján ára hafa þó atkvæðisrétt.
Nú sá ég snemma í vikunni sem er að líða heldur ókræsilega niðurstöðu fyrir mína menn. En svo tók landið að rísa og var að því að virtist á góðri siglingu inn í páskahelgina. Þá er ég að tala um svo ekkert fari á milli mála könnun á fylgi flokka í stærsta kjördæmi landsins, annarsvegar brotið niður úr nýjustu Capacent könnuninni og hinsvegar Félagsvísindastofnun HÍ fyrir stöð tvö.

Það er öllum ljóst að á því svæði sem nú heitir norðausturkjördæmi er mikið um framsóknarmenn og vinstrisinnaðir vinstrimenn hafa verið margir á hinum sömu slóðum. Aldrei var mikið um krata á Austurlandi og Sjálfstæðismenn voru frekar dreifðir. Sjálfstæðismenn hrepptu í tvígang þingsæti Seyðisfjarðar, feðgana Jóhannes Jóhannesson og son hans Lárus. Það var ekki fyrr en Austurlandið varð eitt kjördæmi að Sjálfstæðismenn töldu víst að þeir fengju eitt þingsæti af Austurlandi.

Samfylking sem ætlar sér að vera 35% flokkur hlýtur að ætlast til þess að fá þriðjung þingmanna kjördæmisins. Það kom fyrir að framsóknarmenn á þingi sem kjörnir voru á Austrulandi og í Norðurlandskjördæmi eystra væru 6 talsins en þá var með talinn þingmaður Austur-Skaftafellssýslu, þannig að réttar væri að tala um 5 framsóknarmenn. Sjálfstæðismenn voru þrír, nema 1995-1999 þegar þeir voru 4. en á tímabilinu 1959-2003 voru þingmenn kjördæmanna tveggja 11 nema 1987-1995 þegar þeir voru 12 og aukningin kom kvennalistanum og krötum, samfylkingarflokkum, vel.

Það er súrt en sennilegt að Sjálfstæðismenn hafa haft miðað við 10 þingmenn 2,7 þingsæti, það er ekkert gefið með það að við fáum 3 þingsæti í norðaustri, eins og sást best 2003. En það er súrt í broti ef við munum festast með 2 sæti.

Persónufylgi þess sem brosað hefur framan á bringu hinnar róttæku íslensku æsku frá síðustu kosningum er nokkurt á norðaustur horninu og í sjálfu sér varla viðunandi að ekki sé 3 vinstri sinnaðir vinstri menn á þing fyrir það svæði sem skartar Norðfirði. 

Sagan?
Augljóslega er hér gengið langt fram í reikningum og talað um 5 framsóknarmenn, 3 samfylkingarmenn 3 vinsrisinnaða vinstrimenn og 2,7 eða 3 sjálfstæðismenn. 14 þingmenn þar sem 9 þingsæti eru til skiptana miðað við fylgi í kjördæminu.
Þar sem kjördæmissætin eru bara níu má segja að saman dregið ættu sjálfstæðismenn, samfylkingarmenn og vinstrisinnaðir vinstri menn að hafa 1,9 sæti hver og framsókn að vera með um 3,2.


Krafa hvers flokks er í það minnsta hinn sögulegi réttur um 2 þingsæti á framboð nema framsókn sem stefnir á að verja sín föstu 3 sæti. Sjálfstæðisflokkurinn vill vitanlega hreppa meir en þriðjung atkvæða og þriðjun þingsæta þar með. Samfylking ætlar sér sinn þriðjung þar sem samfylkingin telur sig eiga að vera 35% flokk. Vinstri grænir vilja líka 3 þingsæti í kjördæmi formannsins.

En hvernig fer þetta allt, er óvíst að spá.

Afsakið töfina

Gísli, Eiríkur og Jón! - af hverju gerði enginn Helgi athugasemd við skoðun mína?

19% kenndu k-kerfinu um brottflutning sinn. Menn og konur hafa látið með k-kerfið eins og það sé upphaf og orsök alls ils, svo er ekki þegar 81% nefna eitthvað annað en k-kerfið. Nóg hefur nú verið látið með k-kerfið og ekki síst á vestfjörðum, þannig að ég freistaðist til álíta mig undrandi við þessi tíðindi.

1998 minnir mig að Byggðastofnun hafi bent á fábreytt atvinnulíf, stirðar samgöngur og húshitunarkosnað, auk takmarkaðra möguleika á menntun sem ástæður brottflutnings af Landsbyggðinni.

Fábreytt atvinnulíf - skortur á atvinnutækifærum eru atriði af sama meiði.
---
Er annars kominn til landsins, hef sagt skilið við Honshu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband