Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Að vilja vel

Senn geng ég að kjörborðinu. Ég geng til kosninga með það í huga að ég vil þjóðinni vel. Ég er minnugur þess að hér höfum við haft lýðræðislegt stjórnarfar. Hér höfum við viðhaft lýðræði, hér er lýðræði og hér verður vonandi lýðræði. Nú er hingað komnir eftirlitsmenn, vonandi sjá þeir sem við vitum að hér sé lýðræði og litlar ástæður til þess að hafa áhyggjur af þróun mála. Til allrar hamingju var ekki ráðist í það að breyta kosningalögjöfinni eftir að utankjörfundar atkvæðagreiðsla var hafin.

Ég vil þjóðinni vel. Ég vil varðveita og tryggja sjálfstæði og frelsi Íslands, standa vörð um tungu, bokmenntir og annan menningararf Íslendinga. Treysta lýðræði og þingræði. Vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Beita nútíma þekkingu og tækni, svo að auðlindir landsins verði hagnýttar í þágu þjóðarinnar. Skapa öllum landsmönnum félagslegt öryggi.

Ég vil þjóðinni vel. Ég styð Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is ÖSE í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hverslags saga verður okkar saga?

ISPRSorgarsaga, lygasaga, sönn saga, spennusaga, skáldsaga, raunarsaga .... eða hvað?
Hvort er sannleikurinn lygilegri en lygin eða lygin sennilegri en það sem er satt og rétt?
Fyrir nærri tveimur árþúsundum áttu svik sér stað um þetta leiti árs, skv. bók bókanna.
Þegar ávöxtun á verðbréfamarkaði dregst saman hafa sumir reynt að krækja sér í hrávöru. Góðmálmar eru gjarnan flokkaðir með hrávöru, í það minnsta áður en fagfólk hefur meðhöndlað þá.

Meðan Geir Hallgrímsson var ennþá formaður Sjálfstæðisflokksins, gáfu Örn og Örlygur út framtíðarskáldsögu sem hét Bræður munu berjast, eftir Rónald Símonarson. Mig minnir að ég hafi séð þá bók um það leiti sem sagan átti að eiga sér stað. Í bókinni mátti finna hressilega lýsingu á því sem ég hef talið vera óraunhæft, fram að þessu. Ekki hef ég orðið var við ljósblik hækkandi menningar að undanförnu. Verða bara farnar skrúðgöngur 1. maí?
---
Kristur var krossfestur, ekki hengdur þó ýmsir kunni að kyrja í kór við kímna menntastefnu Eiríks Haukssonar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband