Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Verður Ísland brætt í tvígang?

Við eigum í vændum lögsókn frá einkaaðilum í Holllandi, vegna Íssparnaðar sem virðist hafa bráðnað og lekið burt, eftir að sparnaðar hugmyndin hafði brætt hjörtu fjármagnseigenda á Bretlandi og í Hollandi, sem vonuðust eftir ríflegri ávöxtun á allt sit fé, ekki frystingu eigna er næmu lágmarkstryggingu.Nú vilja þeir sem áttu fé og lögðu inn á reikning í Landsbankanum fá sitt fé til baka, ef ekki það þá ganga þeir að hverju því sem þeir geta haft héðan með lögsókninni.

Á sama tíma hefur opinbernefnd frá Hollandi og Bretlandi samið við nefnd héðan frá Íslandi, með þeirri niðurstöðu að standi Íslenska ríkið ekki í skilum geti viðsemjendurnir gengið að íslenskum náttúruauðlindum. Það gefur okkur tilefni til að velta ýmsu fyrir okkur og ekki bara samanburðarhugmyndum við Versalasamningana. Þar sem risið er fremur lágt á landanum í dag hafa menn jafnvel nefnt að Íslendingar geti ekki grett af slíku láni þar sem greiðslubyrðin geti verið allt of há.  Það er e.t.v. spurning hvort erlendir einkaaðilar hafi af Íslandi allt sem er steini léttara og opinberir aðilar gangi að stokkum og steinum og hverju því sem þeim gæti þótt verðmætt úr íslenskri náttúru. Greiðslurnar eru sagðar verða allt of hátt hlutfall af landsframleiðslu, þjóðartekjum, opinberum útgjöldum eða hverri þeirri viðmiðun sem menn hafa nefnt til að gerlegt sé að standa í skilum spyr maður hvernig málum verði skipað í framtíðinni:

Verða hinna íslensku háutinda,
hollenskra vega, örlög, slit að binda?
Munu Bretar trollin þorskum með belgja
brátt innan 12 mílna og ýsur svelgja?

Eða er engin hætt á því að hvorttveggja gerist einkaaðilar bræði af okkur allt lýsið og hið opinbera í hollandi bræði jöklana?   Einkaaðilar hafi af okkur lausa fé og hið opinbera hirði fasteignirnar eða hvað?


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna, Castro og Obama með boðskap

Ég veit ekki hvort einhver bylgja af Ís-sparnaðar-spaugi (Æseif-bröndurum) eigi eftir að fara um landið, en þennan heyrði ég nýlega....

Guð kallaði Barack Obama, Raul Castro og Jóhönnu Sigurðardóttur til fundar hvar Guð greindi frá ákvörðun sinni og sagði þeim að gera þjóðum sínum viðvart því heimendir yrði degi síðar.

Obama ávarpaði þjóð sína með beinni útsendingu á öllum kapal sjónvarpsstöðvum sem brugðust við boðinu og sagði:
Mínir heitt elskuðu borgarar ég er með góða frétt og slæma frétt.
Góða fréttin er sú að Guð er til, hann er miskunnsamur og gerir vart greinar mun á ríkum, fátækum eða skuldsettum, en slæma fréttin er sú að  við munum því miður ekki ná síðasta hermanninum heim úr Írak né ná að fá endurgreidd framlög hins opinbera til bjargar ameríska draumnum þar sem Guð er hættur að blessa okkur því heimurinn endar á morgun.

Raul Castro ávarpaði verkamenn á Byltingatorginu í Havana og sagði:
Félagar ég er með tvær slæmar fréttir.
Guð er til þvert á kenningar sanntrúaðra sósíalista ég hef séð hann sjálfur, trúið þið mér. Hin slæma fréttin er sú að byltingin okkar fær ekki staðið að eilífu, henni líkur á morgun eins og allri veröldinni og því snýr Fidel bróðir minn því miður ekki aftur til valda.

Jóhanna Sigurðardóttir boðaði til blaðamannafundar í Norrænahúsinu og sagði:
Kæru þegnar ég hef tvær góðar fréttir að færa ykkur, og segið svo bara að allar fréttir séu slæmar nú þegar verkstjórnin okkar leiðir land og þjóð.
Fyrri fréttin er sú að Íslendingar eru í fremstu röð, á himni sem jörð því mér var boðið til sama fundar hjá Guði og forseta bandaríkjanna og Kúbuleiðtoga sem sýnir að við erum ekki á kúpunni, og við mig var talað á íslensku því er ég vel til þess fallin að leiða ykkur til mjúkrar lendingar og hin góða fréttin er að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af greiðslubyrgði vegna Icesave.


mbl.is Ögmundur ekki ákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband