Halló Akureyri

Mikið vildi ég að ég væri laus af öllum kvöðum hérnamegin og gæti verið staddur á Akureyri nú um þessar mundir. Þessi ráðstefna er nokkuð sem ég hefði ekki látið fram hjá mér fara. Hver veit nema að maður hefði lagt höfuðið í bleyti og lagt sig fram við að hnoða saman svo sem einni spuringu á minni meingölluðu engilsaxnesku. Ég vona að allt lukkist vel, að erlendu þátttakendurnir séu ánægðir með aðstöðuna og geti hugsað sér að endurtaka leikinn svo Háskólinn á Akureyri verði héðan í frá tekinn með í reikninginn þegar Sjávarútvegsmál eru rædd í alþjóðlegu-(vísindalegu)-samheingi, þrátt fyrir nafnbreytingu og umskipun deilda.

Ég vildi ég væri þar. Í staðinn reyni ég að standa mig hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband