Ef II.

Í ljósi nokkurs skorts á gríðalegum fagnaðarlátum, miklum vinsældum og óheftri ánægju almennings með hugmyndir um Ráðuneyti Egils Helgasonar, sem tæki við 14. eða 15. maí 2007, er ólíklegt að ráðuneytið yrði langlíft, því er almannarómur er ekki mikið fyrir umræðustjórnmál, hver er það þá.

Hvað sem því líður er ljóst að Framsóknarmenn myndu þurfa að kjósa sér nýjan þingflokksformann. Nú er ég ekki innanbúðar í Framsókn og þekki því hvorki hefðir né venjur á þeim slóðum. Grunar mig að auk þingmanna eigi formaður, varaformaður og ritari flokksins seturétt á þingflokksfundum, sé hlutum svo háttað, og úrslit kosninganna verði í samræmi við síðasta þjóðarpúlsinn, reikna ég með að Valgerður Sverrisdóttir muni merja Guðna Ágústsson í kjöri á nýjum þingflokksformanni. Tækist Agli Helgasyni að halda sinni stjórn að stöfum uns þing kæmi saman til sumar þinghalds, þá myndu andstæðingar stjórnarinnar gera hvað þeir gætu til að benda á bresti í stjórnarsamstarfinu, bresti sem öllum væru augljósir. Fyrirspurnir á borð við treystir XXXráðherra YYYráðherra og öfugt kæmu sjálfsagt fram í fyrirspurnartíma.

Áður en langt um liði myndi Egill sjálfsagt kalla þau þrjú til sín á fund, vitanlega í beinni útsendingu, og segja “ Vitiðið, ég meika þetta ekki lengur” Þar með yrði formönnunum ljóst að Egill hygðist biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Egill myndi alls ekki biðja um að fá að rjúfa þing og boða til kosninga, því hann hefði meira gaman að fylgjast með því sem eftir kæmi, stjórnarmyndunarviðræðum sumarsins 2007. Vitanlega myndi stjórnin gegna störfum uns ný tæki við.

Þegar á hólminn væri komið, er líklegt að svardagar um langþráð frí framsóknar gleymist fljótt. Í ljósi samnings kænsku framsóknamanna í gegnum tíðina er ekki útilokað að sega sem svo þó Jón Sigurðsson næði ekki kjöri til Alþingis að hann gæti myndað ríkisstjórn með vinstri mönnum undir fornum merkjum “Allt er betra en íhaldið”. Jón myndi gæta sín á að hreyfa hvorki við Ingibjörgu né Steingrími. Jón myndi reyna hvað hann gæti, að tryggja varaformanni flokksins sem og ritara viðeigandi virðingarstöður í ríkisstjórn lýðveldisins.

Ekki er hægt að útiloka að Ingibjörg myndi reyna að finna sökudólg fyrir skammlífi umræðustjórnmálastjórnarinnar í eigin röðum, þá myndi Ingibjörg reyna eftir fremsta megni að rétta hlut kvenna í ráðherraliði sínu. Ekki væri útilokað að Ingibjörg setti Katrínu Júlíusdóttur inn í landbúnaðarmálin í staðinn fyrir svila sinn Össur. Steingrímur myndi sýna sína eigin staðfestu með því að hreyfa hvokri við vali á ráðherrum sæinum eða nefndar formönnum. Með aðkomu framsóknar Jóns Sigurðssonar, og brotthvarfi frjálslynda Guðjóns, þyrfti að finna nýja sjávarútvegs, dóms og heilbrigðis ráðherra. Jón myndi, til að halda friði í þingflokknum leyfa Guðna Ágústssyni að kljást við heilbrigðis og tryggingarmálin og Valgerði þingflokksformanni við sjávarútvegsmálin, að lokum og í nafni jafnréttis myndi lögfræðingurinn Jónína Bjartmarz taka við af lögfræðingnum Jóni Magnússyni í dóms og kirkjumálaráðuneytinu. Þá myndi fyrrum félagsmálaráðherra Magnússtefánsson fá að takast á við félagsmálin. Nýju stjórnarherrarnir myndu heita því að kjósa Össur Skarphéðinsson í forsæti Alþingis við fyrsta tækifæri, þó með því fororði að slíkt væri að sjálfsögðu Alþingis að ákveða en ekki einhverra manna eða kvenna úti í bæ.

Hvort stjórnarmyndunin yrði nægjanlega ör til að framsóknar Jón Sigurðsson fengi að flytja þjóð sinni ávarp fyrir framan frelsishetju Jón Sigurðsson á þjóðhátíðardaginn, veit ég ekki.

 ---

 Er ástandið á Íslandi enn svona ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband