Ekki í fyrsta skipti

Það væri ekki sannleikanum samkvæmt að halda því fram að umræddur Junichiro leggði stund á hægversk umræðustjórnmál og að hann leggði sig í farmkróka við að storka ekki þeim sem eru á öndverðum meiði og hann.
Hér er önnur frétt með myndum úr hofinu. Í fyrra lýsti Koizumi sig andvígan þeirri skoðun að þáttakan í seinni heimstyrjöldinni hafi verið að mati Yaskuni manna til þess að tryggja sjálfstæði Japönsku þjóðarinnar, Koizumi sagðist halda "að Japan hefði átt að koma sér undan þáttöku í því stríði".  Í þessu sambandi hefur verið minnst a að helgidómurinn geri lítið úr slæmu framferði Japana í seinni heimstyrjöldinni og að Japanair hafi ekki beðist afsökunar. Í fyrra sá ég þessa frétt þar sem beðist var afsökunar á stríðsglæpum. Svo segja nýlegar heimildir að sjálfur Showa keisari hafi ekki verið ánægður með nálægðina við stríðsglæpamennina.

Vonandi verða betri fréttir í dag en í gær og fyrradag, frá Japan.


mbl.is Koizumi segir gagnrýni á helgistaðaheimsókn hans barnalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé nú ekki til einhver önnur leið til að minnast þeirra sem féllu í þessu stríði en að heimsækja þennan tiltekna stað sem nágrannaríkin tengja eðlilega við fjöldamorð og útþenslustefnu Japana í síðari heimsstyrjöld. Það er rangt að þetta sé minnismerki um "Japana sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni" heldur er því sérstaklega ætlað að heiðra minningu fallina hermanna og þar á lista eru margir stríðsglæpamenn. Það myndi nú varla vekja mikla lukku í Evrópu ef Angela Merkel tæki upp á því að heiðra minningu fallina liðsmanna SS-sveitanna á stað sem gerði út á það að afneita helförinni og öðrum voðaverkum nasista eins og þessi helgidómur Japana virðist ganga út á. Það er hvorki heimska né barnaskapur hjá kínverjum og kóreumönnum að fara fram á að Koizumi láti það vera að heimsækja staðinn, það er reyndar mjög eðlileg krafa og það allra minnsta sem Japanir gætu gert.

Bjarki (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband