Mexíkönsk málalok

Nú er búið að lýsa Caldreon sigurvegara í forsetakosningunum í Mexíkó sem fram fóru síðasta sunnudag, reyndar í tvígang. Á forsíðu Morgunblðasins í dag er dregið talsvert úr kjörsókn; þar segir að innan við 30 milljónir manna hafi kosið, rétt um 29,7 milljónir, sem er 12 milljónum færra en kusu í raun og veru. Gleymir Morgunblaðið PRI og nýju flokkunum tveimur sem og auðum og ógildum atkvæðum. Hinsvegar ber þeim ekki saman Umbótablaðinu Reforma og Heiminum, El Universal annað segir sigurvegrarnn hafa hlotið 35,88%,þ.e. Reforma en hitt 35,89%, þ.e. Universal sem heldur vþí fram á forsíðu að Felipe hafi fengið 15 milljónirn atkvæða og AMLO 14 milljónir og 756 þúsund. Þá er munurinn 243.934 atkvæði skv. Universal en Reforma segir, eins og Morgunblaðið, muninn vera 236 þúsund atkvæði. Í Mexíkó hafa eflaust margir fagnað víða og oft frá því að kjörstöðum lauk.

Unnu 5 af 7 kjörkössum
Þega ég var í Mexíkó 2001 var kosið um borgarstjóra eða forseta borgarstjórnar Mazatlán eins og það heitir á spænsku. Mazatlán er í Sinaloa ríkinu.

Í Sinaloa ríkinu studdu menn nú almennt Felipe, að því að ég fæ séð héðan, en hinsvegar kusu fleiri frambjóðendur PRI til þings í Sinalóa, þó var það ekki raunin í Mazatlán. Í Mazatlán virðast menn hafa tekið PAN aftur í sátt. 

Þegar kosið var í Nóvember 2001 var frambjóðandi PAN forstjóri vatnsveitunnar það í bæ sem hafði gengið brosulega að rækja skyldu sína og fyrirtækisins, en Paso frá PT rak klóka kosningabaráttu, sá til þess að hinir snauðu fengju sitt brauð og mættu á kjörstað, án þess að skeyta um hverfi hinna efnameiri, hvar Cardenas frá PRI og vatnslausu vatnsveitustjórinn tókust frekar á.

ég bjó skammt frá skrifstofu PAN og varð meira var við skrifstofu PAN en skrifstofu PRI, þó áróður PRI hefði staðið lengur yfir og væri látlausari, því gékk ég um hverfið að kvöldi kjördags og settist niður fyrir utan skrifstofu PAN í Mazatlán, hjá mér settist heldriborgari sem bar merki erfiðs lífs í Mexíkó. Ekki bar mikið á veitingum, enda "La ley Seca" virt í hvívetna. Þegar kjörstöðum var lokað leið ekki á löngu uns tilkynningar fóru að berast. Ekki var kosningasjónvarp líkt og við þekkjum, heldur var einn maður sem stóð upp á stól og kallaði upp í hvert sinn er eitthvað fréttist af talningu.
Ég hafði með mér blað og penna og var tilbúinn að skrifa niður tölurnar og vildi sjá hvort Cardenas hefði með glaðlyndum söng stuðningsmanna sinna haft árangur sem erfiði í þetta skiptið. Kynnirinn hafði upp raust sína og sagði: "Í ******hverfi er búið að telja úr 7 kjörkössum, af þessum 7 kössum unnum við 5." Þá fögnuðu sannir PAN-arar en ég gapti. Því næst sagði kynnirinn "Það er búið að telja 3 kassa í ***hverfi, við unnum þá alla". Jú þeir gátu kannski fagnað þessu, en ef þeir unnu alla kassana bara með 1% en töpuðu þessum fyrstu 2 með 30% mun þá gat verið að þeir stæðu illa, því ekki var kynnt um hve mörg atkvæði væru í hverjum kassa. Svona gekk þetta í nokkrar mínútur, eftir hverja tilkynningu var klappað. En svo kom frétt úr kjöri til ríkisþingsins í Sinaloa og hún var ekki alveg jafn góð þá hafði PAN bara unnið 2 af 9 kössum en þá var sagt að í öðru hverfi ynni PAN venjulega fleiri kassa en í þessu þaðan sem slæmu fréttirnar komu. Ég gapti. Þegar kynnirinn þagnaði eftir góða stundafjórðungs þulu gjóaði ég augunum að heldriborgaranum sem hristi höfuðið. Ég gat skilið á honum að hann hafði ekki mikla trú á svona talningar fyrirkomulagi, og líka því að ekki væri minnst á fjölmennu hverfin hvar hinir fátæku voru í meirihluta. En þá var því fagnað að 2 kassar af fimm hefðu unnist einhversstaðar í borginni. Það var fagnað klappað og sungið og dansað.

Ég reyndi að spyrja hvort einhver vissi hve margir hefðu kosið á hverjum stað, fólk yppti öxlum, Enda óþarfi að velta fyrir sér smáatriðum. Ég fór af fagnaðarsamkomunni og leiddi hugann að því að með sínum augum lítur hver á silfrið. Morguninn eftir tók ég upp Noroeste og sá á forsíðunni áður en ég hafði opnað ískápinn að Paso og PT hefðu unnið sinn stærsta sigur í Mazatlán, hreppt borgarstjórastólinn.


mbl.is Calderon með óyfirstíganlegt forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband