í von um hamingju og heilsu

Svei mér þá, ég er ekki viss um hver árangur ársins sem er að líða er í raun, jú sitthvað gekk eins og að var stefnt, annað ekki. Ég kvaddi góðan frænda á árinu. Sumt sem maður fekkst við dags daglega virtist miðast í rétta átt og því var haldið áfram á þeirri leið. Ekki var útkoman hér eins glæsileg í maí kosningunum og hjá Jens Garðari - gott að einhverjum gekk vel. Eins má ábyggilega líka læra af Leó sem er öllu nær Skagafirði svona landfræðilega. Ég vona að heilbrigðisrýr haust verði ekki árvissir viðburðir.
Vissulega eru enn til hetjur á Íslandi sem geta bjargað fólki í nauðum og er það vel, en ætli íbúar undir Eyjafjöllum eigi ekki hrós skilið fyrir þolgæði í garð náttúrunnar.

Ég komst út fyrir landssteinana og heim aftur rétt í tæka tíð án þess að verða ónáðaður af Eyjafjallajökli þó hurð hafi skollið nærri hælum, við brottför og heimkomu. Í því ferðalagi var ég spurður af heima manni hvor mér gengi vel að finna húsnæði þar, sá hinn sami var full viss um að ég væri alkominn, flúinn náttúruöflin ógurlegu. Ég svarði því til að svo væri ekki ég væri ekki að flytja, því að meðaltali þá væru eldgos bara á 5 ára fresti á Íslandi. í þessu sama landi man ég að hafa lesið um jól 2008 að lífskjör væru best í heimi á Íslandi.

Hitti ekki Óla Breckman, þegar ég hugsa um það þá var hann ekki sá eini sem ég hitti ekki á árinu 2010, en eins og sá sem vann en vann þó ekki eftirminnilegustu málaferli ársins skrifaði, allt hefur sinn tíma, við finnumst þegar við finnumst. Fræddist um sérstaka tengingu Sandeyjar og þingræðisstjórnar Konungsríkisins Danmerkur.

Við áramót vil ég óska vinum, vandamönnum og þér sem vafrar um uns að þú sérð þetta gleðilegs nýs árs í von um hamingju og heilsu á nýju ári með ósk um að okkur takist að frelsa framtíðina úr viðjum óvissu augnabliksins, þannig að bjartsýni, stórhugur og atorka geti bætt hag lands og þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband