Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Gleðileg jól

Þar sem ég er kominn úr jólafríii vil ég óska ykkur allra gleði hamingju og góðrar heilsu um jólin, þó þetta sé ekki í stíl við þankagang listaskáldsins í desember 1844.

Leiðin
Venus villtist yfir háhýsi
veglaus í mengun nútímans,
kíma kunna himintungl
að kvennaleit ungmenna.
Þorsta þekkja
þessir skuggabúar.

Þráhyggðri tilveru þykir
þess almáttuga blessun góð,
sú sjálfsfórn
sem, einatt allslaus,
sýnir sérhverjum
í annað skjól.

Við drukknun, dreng þykir
dælt ástar að minnast,
hlýju hrausts vöðva
heilagrar elsku,
hafi um sjálfan hugsað
hans kæra snót.

Brautarteinum beinum hjá
brösuðu í kyrrðinni.
Skrifað gat þá skipulag
í skaut og gefið,
er fjölmenni var fjarri,
Feikn og býsn allskonar.


Fjallagrösin fögur
fyrir vitum ilma,
líka kunna litlum
laglegir hlutir að spilla.
Eitt sinn gefnir gripir,
ganga stundum aftur.

Gantast má í grósku tíð
gangstéttar hellu á.
Þar þykir gott að vera
þessari elsku með.
Aðrir staðir ekki
unaðinn fanga.

Hreinhjartaður hópur
hinna snauðu,
trega tárum væta
trygglinda hvarma,
er elskendur morgunvatn
einungis að skilnaði drekka.

Leiddi þó gegnum þvögu,
þá sem elskar og kætir,
sterk hönd styrktist
sem stólað var á.
Vildi vera saman,
vissulega þráði.

Auka mátti á leti,
áningarstaðnum hjá,
af fremsta fræddu megni.
fyrir einn,
yndis gleði, unað veitir.
Ekkert við það jafna má


Ungmenni í einsemd

ætíð, í háhýsis skugga, veit
þó þrá eftir konu
þjaki með söknuði,
Venus víst brosir
villtur í menguninni.

Máttugur meistari
misskilningi beitir.
Vopn ógna víst, og skelfa.
En vinarlegar, fyrir sálir,
einatt að endingu 
ekkert fer illa.


Tilraun til jólakveðju

Það er rétt að taka það fram að gagnvarpinu, gagnvarpsins blaðri á veraldarvef sem og alnetinu öllu, geta Íslendingar, nú og síðar, þakkað. Hinum örtfjölgandi Íslendingum er óþarft að hugsa til þess með hryllingi að ég verði nefndur með einhverju þjóðskáldanna. Reyndar voru aldrei verulegar líkur á að ég yrði skáld yfirhöfuð.
Ég óska hinum nýju sem og hinum gömlu íbúum Íslands ekki  frjálslyndra jóla heldur gleðilegra.
Það verða örugglega fleiri í fjöri á Fróni nú en síðast.
Ég læt þetta duga sem jólakveðju til ykkar sem ekki fá aðra slíka kveðju frá mér að þessu sinni.
Gleðileg jól, jóla fríið er hafið.

-
Jólahreingerningin á jóladagsmorgni fólst í að slíta kveðjuna í tvennt, teygja hana á langinn, svona til að betrum bæta fyrir strákapörin svo frú Grýla gleypi mig ekki.


mbl.is Hvergi í Evrópu jafn mikil fólksfjölgun og á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíðið nú hæg

Er það tilfellið? Geta menn almennt ráðið sig sjálfir til starfa? Eða Eru það bara Flugumferðarstjórar sem eru slíkir örlagavaldar yfir eigin starfsframa, að þeir geti ráðið sig í til starfa. Eða gildir þetta almennt um opinber hlutafélög? Ætli Egill Helgason myndi vilja ráða sig til starfa hjá Ríkisútvarpinu ohf.?

Minn skilningur á þessu máli er samt sá að enginn Flugumferðarstjóri hafi verið ráðinn til viðbótar þeim sem fram að þessu höfðu verið ráðnir, þar sem enginn sótti um innan þess sjötta frests sem gefinn var og rennur út í dag. Mér er til efs að þó einhver Flugumferðarstjóri sæki um í dag að hann verði ráðinn samdægurs, þó hann yrði án efa ráðinn þegar fram í sækir.



mbl.is Enginn enn ráðið sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég verð að segja það

... að mér þótti Margrét Sverrisdóttir komast skemmtilega að orði í kastljósi ríkissjónvarpsins um daginn. Vissulega getur fólks sagst vera þreytt á "endalausum" fréttafluttningi af ímynduðum eða raunverulegum innanflokks átökum í smáum stjórnmálaflokkum. Hins vegar er engum bannað að leggja við hlustir þegar fréttir berast af öðrum flokkum en maður sjálfur fylgir ellegar hefur mikinn áhuga á. Um daginn kom Margrét Sverrisdóttir fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins og ræddi þar einkum og sérílagi innanflokksmál Frjálslyndaflokksins. Barst þar í tal innganga manna, sem fyrir þremur og hálfu ári töldu sig búa yfir Nýju afli, í Frjálslyndaflokkinn. Var Margrét ekki sannfærð um að málflutningur sumra þeirra sem nýgengnir væru í flokkinn væri í anda stefnuskrár flokksins, í málefnum þeirra sem hafa sest að á Íslandi, í sumum tilfellum til að festa hér rætur. Talaði Margrét um að hina nýinngengnu skorti aðlögunarhæfni að því sem tíðkaðist og teldist til góðra siða innan Frjálslyndaflokksins.

Er óróleikinn í Frjálslyndaflokknum til komin vegna tungumálaörðugleika. Er reykvískan svona frábrugðin vestfirskunni? 
mbl.is Sátt um að Margrét fari í leyfi fram að landsþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað munum við muna?

Mannkynssagan lengist með hverjum deginum. Sumir fást við það að færa það til bókar sem á daga okkar drífur. Bækur, geta í framtíðinni varpað einhverju ljósi á það hvernig við tókumst á við lífið í fyrndinni. Hvað ber hæst þegar fram í sækir er vandi um að spá. Til að mynda hefur margt gerst í þessari viku sem og svo mörgum öðrum.

Ég get nefnt að

  • laugardaginn 25. nóv. var fjölmennt prófkjör í Norðaustri 
  • sunnudaginn 26. nóv. fékk Berlusconi aðsvif við ræðuhöld
  • mánudaginn 27. nóv. staðfesti Hæstiréttur LL Kongó forseta kjör Kabila
  • þriðjudaginn 28. nóv. afléttu valdaránsmenn herlögum í 41 héruði af 76 héruðum Taílands
  • miðvikudaginn 29. nóv. gaf listamaðurinn Bono stjórnmálamanninum Abe sólgleraugu
  • fimmtudaginn 30. nóv. skemmtu hljómsveitin U2 stjórn Félags Íslendinga í Japan og gestum
  • föstudaginn 1. des. er nýr forseti svarinn í embætti í Mexíkó

Í dag er líka dagur rauðanefsins og þá er gott að brosa eins og Baggalútur syngur um. Eins er Alnæmisdagurinn í dag. og Til hamingju með Fullveldið.


mbl.is Forseti Mexíkó svarinn í embætti á miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband