Úrslitin liggja ljós fyrir

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Jiminto tryggði sér meirihluta í kosningum til neðrideildar japanska þingsins á sunnudag. Jimninto náði 294 af 480 þingsætum í neðrideildinni. Samstarfsflokkur Jiminto Komeito fékk 31 þingsæti saman hafa flokkarnir sem nú ræða myndun ríkisstjórnar hafa því 325 af 480 þingsætum. Þó flokkarnir tveir hafi fengið meirihluta þingsætanna í neðrideildinni þá eru þeir í minnihluta í efrideildinni í það minnsta fram á næsta sumar, engu að síður geta flokkarnir tveir farið með stjórn mála í Japan því þar sem þeir hafa 2/3 þingsæta í neðrideildinni. Mál sem neðrideildin samþykkir og eru send til afgreiðslu í efrideildinni geta náð fram að ganga þó svo efrideildin felli þau ef þau fá að afgreiðslu efrideildarinnar lokinni  stuðning 2/3 hluta neðrideildarinnar.

Eins og sjá má þá eru svipbrigði Abe e.t.v. tiltölulega varfærin miðað við árangur Jiminto  í kosningunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband