8.3.2007 | 01:53
Eilífðarlán ehf.?
Þannig að svona djók breyting - breyting á húsnæðislánum - hefur fyrst og fremst áhrif á verðin sem eru í gangi á markaðnum. Sérstaklega skulum við hafa í huga að þessi breyting hefur fyrst og fremst áhrif fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Íbúðir þeirra sem þegar áttu þær hækkuðu í verði, en þeir sem ætluðu að kaupa nýja borguðu svipað eða meira.
[...] heildaráhrifin voru - af breytingu á húsnæðislánum - eftir sem áður þau að þeir sem þegar áttu íbúð eignuðust bunch of money, ýmist í verðmætari eign eða með hagstæðari endurfjármögnun. En þeir sem áttu eftir að kaupa íbúð græddu í raun mest lítið. Núna er sjálfsagt eitthvað svipað að fara að gerast. Það er einfaldlega verið að gefa íbúðareigendum peninga, frekar en þeim sem eru á leið í íbúðakaup.
Þetta er vel mælt hjá Guðmundi Svanssyni. Því auðvita var það grín að ganga á það forskot sem ungtfólk í fyrstu húsnæðiskaupum hafði, með rétti á sérmeðferð, fyrirheit um að heimila öllum sömu stöðu. Sérstaklega í ljósi þess hvernig fyrirheitin um aukin húsnæðislán voru gefin. Bankarnir brugðust við því að sjá spón úr sínum aski hverfa í gin Íbúðalánasjóðs. Eftirleikinn var á tímabili hægt að telja í byggingakrönum, svo mörgum byggingakrönum á auðum svæðum og í uppsveitum Seltjarnarness að til tíðinda þótti í Tókýó.
- 2007 90% lán 18 milljóna hámark nú.
- 2011 25 milljóna hámark plús verðlagsbreytingar.
- 2015 95% lán.
- 2019 100% lán 45 milljónir
- 2023 ótakmörkuð fjárhæð.
Verður í framtíðinni farið fram á það að fólk taki allt lífið að láni? Að 110% lán fyrir öllu mögulegu verði talið til mannréttinda? Hvar endar þetta.
Það var ekki einungis Guðmundur Svansson sem er sammála Vilhjálmi Egilssyni mér skilst að Ásgeir Reykfjörð sé það líka sbr. spurningu hans hvort hugmyndin sé að Félagsmálaráðuneytið eigi að gera fólk sem mestan óleik. Þá var Magnús Helgi Björgvinsson og sammála Vilhjálmi.
Framkvæmdastjóri SA segir hækkun íbúðalána afleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.