Frétt?

Núverandi Fiskveiðistjórnunarkerfi nýtur ekki óskoraðs stuðnings landsmanna samkvæmt nýlegri könnun blaðsins Blaðið. Eftir því sem ég kemst fjærst var einungis spurt um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur bitbein manna og flokka á meðal nokkur undandgengin misseri. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur verið "umtalað jafnvel umdeilt". Ný-frjálslyndir voru duglegir við að benda á ókosti kerfisins og jafnvel gert meira úr þeim en ástæða er til að ætla að nauðsynlegt hafi verið. Því eins og bent var á á vef kenndum við efnahagslögsöguna:

Annas Sigmundsson, stjórnmálafræðingur, kynnti nú í febrúar síðastliðnum, niðurstöður BA- ritgerðar sinnar, sem ber heitið „Rannsókn á byggðaþróun á Ísafirði: Þáttur kvótakerfisins í byggðaröskun á landsbyggðinni.“ Ein af meginniðurstöðum rannsóknar Annasar er að kvótakerfið eigi mjög lítinn þátt í því að fólk ákveði að flytjast á brott af landsbyggðinni. 

Hluti af rannsókn Annasar fólst í spurningakönnun sem hann lagði fyrir 1.000 brottflutta Ísfirðinga á árunum 1990 til ársins 2004.  81% af þeim sem svöruðu sögðu að annað en kvótakerfið hafi ráðið meiru um að það flutti á brott. Þá sögðu 41,4%skortur á atvinnutækifærum hafi ráðið mestu um að það flutti og 26% sögðu skort á möguleikum á framhaldsnámi hafa ráðið mestu.

Skyldi einhver hluti þeirra sem sögðu sig andvíga núverandi fiskveiðendastjórnunarkerfi hafi tekið þá afstöðu í þeirri trú að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hafi leitt til þess að stöðugur flótti fólks sé búin að vera frá byggðarlögum á landsbyggðinni frá því að fiskveiðistjórnunarkerfið var lögfest.


mbl.is Rúm 70% andvíg kvótakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Yfir 40% segjast hafa flutt á brott vegna skorts á atvinnutækifærum á Ísafirði og það tengja menn ekkert við þann skaða sem kvótakerfið hefur valdið í atvinnulífi bæjarins? Mikið óskaplega er ég hræddur um að þarna sé nú talsvert orsakasamhengi, þótt sumir sjái það kannski ekki!

Jón Þór Bjarnason, 13.3.2007 kl. 09:27

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

hvernig er hægt að segja að skortur á atvinnutækifærum tengist kvótakerfinu ekkert?

hver er rökstuðningurinn fyrir þessari fullyrðingu? Ég bara get ekki séð skynsaman rökstuðning fyrir henni 

Eiríkur Guðmundsson, 13.3.2007 kl. 21:10

3 identicon

Cactus er andvígur kynjakvótakerfinu.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 20:24

4 Smámynd: Gísli Aðalsteinsson

Ef þú þarft að velja um eitt af nokkrum möguleikum í spurningakönnun þá velur þú það sem hefur beinast áhrif á þig jafnvel þó að í listanum sé sá þáttur sem orsakaði á endanum ákvörðunina.

Það hlýtur að vekja athygli að að samtals segja 60% að kvótakerfið og skortur á atvinnutækifærum orsaki flutning sinn frá Ísafirði. Það hlýtur að fá fólk til þess að hugsa.

Gísli Aðalsteinsson , 22.3.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband