31.3.2007 | 02:21
M.MSc.
Þá er gráðan komin í hús, eða í það minnsta í hendurnar á mér. Við svo búið hefst ferðin heim á leið, ég hef uppskorði í samræmi við sáninguna, að ég tel, og þarf að koma forðanum fyrir á góðum stað í öruggri geymslu.
Ferðin heim virðist ætla að verða þyrnum stráð líkt og ferðin hingað fyrir um þremur árum, hefst á tveggja tíma seinkun. Í þokkabót stendur á svörum frá flötulöndunum hvað varðar gistingu. Í versta falli fæ ég mér lúr við hilð hafmeyjunnar smáu. Ég á semsagt að mati forsjónarinnar einungis að halda mig á örðum hvorum staðnum en ekki að fara hér á milli.
Ég man nú þegar eftir fleskinu sem ég gleymdi í geymslu prófessorsins, og hef ég því góða afsökun fyrir að koma fljótt aftur, þó ekki nema væri til að ná í stærra stykki en Halldór Blöndal og hirð hans fengu gefins á markaðinum góða á land heimtunni um árið.
Vikan var annasöm. reyndar hafa vikurnar sem helgaðar voru bið eftir skíteini einkennst af meira annríki en ég ætlaði í upphafi. Ég get sagt frá því að ég hneigði mig við útskriftina. Frá því að ég heimti skírteinið hef ég verið á þönum. ég vonast eftir góðum nætur svefni.
Við skulum sjá hvað tekur við er ég kemst heim.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Mr. M.MSc til hamingju með þetta. Launfaðir þinn Halldór verður ánægður með strákinn.
Kjartan Vídó, 31.3.2007 kl. 05:01
Til hamingju með þetta kæri frændi og bestu kveðjur til Tokyo,
Hlynur Hallsson, 31.3.2007 kl. 07:53
Innilega til hamingju með þennan áfanga Arnljótur! Er þú kemur í höfuðstað Norðurlands þá væri gaman að hittast. Btw - Ég var að laga til í dótinu mínu og fann ég þá ekki eina flösku af Arnljót Bjarka(veit ekki hvað innihaldinu leið og kærði mig ekki um að vita það)
Jóhann Jónsson, 3.4.2007 kl. 23:47
Til hammós
Bjarni Már Magnússon, 5.4.2007 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.