Allir ánægðir

Nú virðist mér sem svo að hin sögulega staðreynd haldi áfram; allir formenn Sjálfstæðisflokksins verða forsætisráðherrar. Það er vel að ganga að einhverju vísu í Íslandssögunni.

Nú ber á að einhverjir vilji að Guðni sitji áfram aðrir segja að því er virðist að hann taki pokann sinn. Nú vill Halldór Ásgrímsson út, nú vill Halldór Ásgrímsson axla ábyrgð og stíga upp úr ráðherrastól sínum. Hann gæti gert Guðna og fylgismenn Guðna ánægða með því að una Guðna því að setjast í stól utanríkisráðherra uns ný forusta verður kjörin í Framsóknarflokknum í haust þá muni nýr formaður setjast í stól utanríkisráðherrans. Að sama skapi gæti einhver vonarpeningur Halldórs Ásgrímssonar sest í umhverfisráðuneytið - vilji Framsókn fá aftur það sem Framsókn lét fyrir Forsætisráðuneytið.

Ég held að Halldór Ásgrímsson myndi gera vel ef hann leyfði Guðna að sitja sem raunverulegur varaformaður til haustsins, leiða Framsóknarmenn í Ríkisstjórn til haustsins, hvort sem kenningar um að Framsókn sæktist fremur eftir fjármálaráðuneytinu en utanríkisráðuneytinu að þá myndi Guðni setjast þar. Þá gæti Guðni með stolti staðið við samkomulagið við Halldór Ásgrímsson og gert sína fylgismenn að samaskapi ánægða, hinu ráðuneytinu gæti Halldór Ásgrímsson veitt einhverjum sem honum litist betur á.

Íslendingar þurfa ekki að örvænta ekki er stjórnarkreppa í landinu. Hinsvegar verður gaman að sjá hvað gerist.

 

 


mbl.is Halldór segist hafa ákveðið að draga sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband