7.6.2006 | 07:46
Smá misskilningur
Eins og svo allt of oft áður gætir misskilnings. Í fyrsta lagi virðis sem svo að ég hafi haft rangt fyrir mér og ekki séu allir ánægðir, en hver veit, hver veit. Valgerður hefur víst hælt Guðna áður - að sögn Guðna.
En sá misskilningur er ekki minnstur, nema mestur sé, að nú ríki stjórnar kreppa, hið rétta er að nú sem fyrr ríkir ríkisstjórn á Íslandi en ekki ólíkt því sem áður hefur átt sér stað þá er ekki með vissu vitað hvernig stjórnin muni líta út í haust. Ég held að þeir vangar sem veltast um núna veltist og velkist í vafa um nokkuð sem er öllu skemmtilegra að velta fyrir sér en ofstækinu og æðibunuganginum sem gekk yfir landsmenn síðast liðin tvö sumur eða svo. Nú er raunveruleikinn uppspretta allskonar hugmynda og hugar landsmanna hafa sjaldan fyrr haft tækifæri til jafn hraðs flugs og nú.
Kannski á maður ekki að skrifa eitt né neitt um þessi mál því helstu og stærstu spurningarnar snúa að framsókn.
Framsóknarflokkurinn hefur þingstyrk til að styðja sömu ríkisstjórn áfram, þó Geir Haarde taki við taumnum. Kurteisi Sjálfstæðismanna gerir nú vart við sig með því að leyfa framsóknar mönnum að leiða sín mál til lykta, þ.e. að velja menn til forustu, hvort sem það verða reyndir menn eða óreyndir. Hinsvegar þurfa þeir Geir og Halldór Ásgrímsson að semja um það hvernig ráðuneytum verði skipt hér eftir í þessari farsælu samstjórn. Þeim mun fyrr sem það liggur fyrir þeim mun skemmtilegra.
Auknar líkur eru á því að flokksþingi Framsóknar verði flýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.6.2006 kl. 06:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.