19.6.2006 | 05:12
Góðar fréttir, Góðar fréttir
Já, rétt eins ummæli Ólafs G. Einarssonar þá þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um þá staðreynd að varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Borgarstjóri hygði á framboð til formans Sjálfstæðiflokksins þá um vorið, 1991, voru margspiluð, sundur og saman af Spaugstofumönnunum; "Slæmar fréttir, slæmar fréttir" þá segi ég með þó eilítið meiri gleði andhverfu þess sem síðar menntamálaráðherra þá sagði.
Því það eru sannarlega góðar fréttir að skynsemin fái að ráða, að hópur fólks héðan og þaðan úr heiminum hafi með meirihluta atkvæða stutt skynsamlega yfirlýsingu.
Hvalveiðibannið, sem augljóslega átti að vera tímabundin ráðstöfun, er ekki lengur nauðsynlegt.
Orð að sönnu!
Nú held ég að Japanir hafi sýnt og sannað að þeir eru þess megnugir að axla þá ábyrgð sem fylgir setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Ályktun samþykkt um að hvalveiðibannið sé ónauðsynlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.