21.6.2006 | 10:37
Vígvæðing - ógn og skelfing
Það er nú ekki beint gaman til þess að hugsa að menn bisi við að setja sig í startholur fyrir einhverskonar átök. Vissulega er mikið tekist á á ýmsum vettvangi.
Nú þegar Hinir bestu, mestu, snjöllustu og knattfærustu menn heimsins keppast um að yfirspila hvern annann, má rifja upp að daginn eftir að Japanir báru sigur orð af Norður Kóreumönnum á knattspyrnuvellinum, það var jú einmitt í aðdraganda sömu keppni og margur maðurinn festir ekki svefn fyrir nú um stundir, var stórafréttin sú að stjórnvöld á norðanverðum Kóreuskaganum gengust við einhverjum hluta þess sem þau höfðu verið sökuð um. Prísaði ég mig sælan með að tuðran hafði sloppið einusinni inn framhjá markmanni Japana, annars hefði e.t.v. forsíðu frétt blaðanna þann dagionn verið öllu hörmulegri hefðu þau á annað borð haft starfhæfar prentsmiðjur að lokinni sprengju árás Kims og félaga.
Kims kauðar ógna,
fremur en verjast spyrnum
í egni möskva.
mjög Árlalenskir
glöddust að kveldi, hræddust
atómið með morgni
Leikur á velli,
hlegið og grátið í senn,
lífið hans utan.
Sunnan ræmu sjá
menn sína sækja, kætast,
í norðri ei bros.
Nú brölta fleiri
Persar víst prúðbúnir enn
spila í friði
Norður Kórea
kát hrekkir aðra, víða,
sumar sem vetur.
Nú þegar Hinir bestu, mestu, snjöllustu og knattfærustu menn heimsins keppast um að yfirspila hvern annann, má rifja upp að daginn eftir að Japanir báru sigur orð af Norður Kóreumönnum á knattspyrnuvellinum, það var jú einmitt í aðdraganda sömu keppni og margur maðurinn festir ekki svefn fyrir nú um stundir, var stórafréttin sú að stjórnvöld á norðanverðum Kóreuskaganum gengust við einhverjum hluta þess sem þau höfðu verið sökuð um. Prísaði ég mig sælan með að tuðran hafði sloppið einusinni inn framhjá markmanni Japana, annars hefði e.t.v. forsíðu frétt blaðanna þann dagionn verið öllu hörmulegri hefðu þau á annað borð haft starfhæfar prentsmiðjur að lokinni sprengju árás Kims og félaga.
Kims kauðar ógna,
fremur en verjast spyrnum
í egni möskva.
mjög Árlalenskir
glöddust að kveldi, hræddust
atómið með morgni
Leikur á velli,
hlegið og grátið í senn,
lífið hans utan.
Sunnan ræmu sjá
menn sína sækja, kætast,
í norðri ei bros.
Nú brölta fleiri
Persar víst prúðbúnir enn
spila í friði
Norður Kórea
kát hrekkir aðra, víða,
sumar sem vetur.
Bandaríkjamenn vara stjórnvöld í Norður-Kóreu við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.