25.4.2007 | 07:45
Gleðilegt sumar,
gleðilegt sjálfstæðis sumar. Ég hef nú gengið fram og aftur um Egilsstaði á Fljótsdalshéraði og séð uppbygginguna sem er meiri en orð hafa farið af. uppbyggingin hefur verið gríðarleg, og það vegna framkvæmdavilja alþjóðlegs einkafyrirtækis.
Ég var á opnum fundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum í gærkvöldi, þar var góð umræða um næstu skref í samgöngumálum sem og uppbyggingu í velferðarmálum, einkum og sér í lagi í menntamálum, þá kom hin neikvæða afstaða vinstri grænna í ljós. Ég tók eftir því að "jafnaðarmenn" gerðu mikið úr meintum ójöfnuði, ójöfnuði sem er ekki til staðar í íslensku samfélagi, en fundagestir tóku því hjali fálega, enda sá það hver maður að Sigurjón Þórðarson sat til sama borðs og utanríkisráðherrann.
Enn geta menn hneykslast á þjóðlendumálinu, jafnvel þó nýjar og betri verklagsreglur hafi verið teknar upp.
Við hvað erum menn hræddir í heilbrigðismálum, sá einkarekstur sem á sér stað innan heilbrigðisgeirans gengur vel og óhætt er, að ég tel, að halda áfram á sömu braut.
---
Ég sá í Morgunblaðinu um daginn að 71% þjóðarinna teldi 35,72% tekjuskatt of háan, vitanlega væri 35,72% tekjuskattur fáranlega hár ef ekki kæmi til afnám útsvars. Tekjuskattur er ekki 35% hann er nær 22,75%. Rétt eins og Bjórárbúinn benti á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll gamli vin. Mig vantar að hafa tal af þér. ellidi@vestmannaeyjar.is
Kveðja Elliði Vignisson
Elliði Vignisson, 26.4.2007 kl. 22:34
Velkominn til landsins frændi. Ég er ótrúlega jákvæður eins og við öll í Vinstri grænum og ég veit ekki alveg hvaða gleraugu þú hefur sett upp á Egilsstöðum:) Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 26.4.2007 kl. 23:09
Þuríður sagði hreint og klárt NEI....
Arnljótur Bjarki Bergsson, 27.4.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.