Skárra, og þó...

Morgunblaðið má þó eiga það að hafa komist frá fyrirsögninni, skammlaust. En:

 Þá hefur áætlunum hennar fyrir morgundaginn verið aflýst en til stendur að hún leggi af stað í opinbera heimsókn til Ítalíu, Páfagarðs og Spánar á laugardag.

Áætlununum var frestað, ég skil það, en stendur enn til að frú Arroyo haldi yfir hálfann hnöttinn, með verki í kviðarholi, ég held ekki.

Þá hefur áætlunum hennar fyrir morgundaginn verið aflýst en til stóð að hún legði af stað í opinbera heimsókn til Ítalíu, Páfagarðs og Spánar á laugardag.

Held ég að hefði verið betra.

Annars er það merki um misjafnt ástand á Fróni og í Filippseyjum, að þegar landsmóðirin, höfuð ríkisvalds í Filippseyjum veikjist verða allir á tánum en þegar Forsætisráðherra Fróns veiktist um árið, þá kepptust andstæðingar hans við að óska honum skjóts bata, sama gerðist í vetur þegar Steingrímur J velti bíl, þá fór mikil fyrir hlýhug og bata óskum. Ekki var rokið upp og bent á ímyndaða veikleika sem birtust í þessum aðstæðum. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af upplausn, uppreisn eða einhverjum uppvöðslusömum mönnum sem gætu hafa reynt að nýta sér óvissu ástandsins eins og menn nú óttast í Filippseyjum.


mbl.is Viðbúnaðarstig hækkað vegna veikinda forseta Filippseyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband