24.8.2007 | 16:59
bein lína
Menn sem líta á verkefni í samgöngumálum sem bætur, þurfa opna augun. Vissulega eru holufyllingar mikilvægur þáttur í viðhaldi vega, en fyrst og fremst þarf að mæta aukinni umferð með stórtækum framkvæmdum.
Tvöföldun suðurlandsvegar er í því ljósi smámál, hvenær svo sem þeirri framkvæmd kemur til með að ljúka. Við þurfum, til framtíðar, að tvöfalda í það minnsta hringveg og fjölförnustu stofnvegi, ef ekki bara alla stofnvegi, með aðskildum akstursstefnum. Ef stefnan verður áfram sett á það að taka á móti einni milljón ferðamanna á ári, væri æskilegt að ferðamenn líkt og heimamenn geti komist klakklaust á milli staða. Eftir 50 ár munu Íslendingar varla sætta sig við þá vegi sem við nú höfum. Betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur. Mikið hefur verið gert, en það er margt sem bíður. Það sem í eina tíð var mikil samgöngubót getur reynst farartálmi að nokkrum tíma liðnum. Þó má nýta flest til framtíðar.
Hægt væri að nota þau tækifæri sem núverandi framkvæmdir bjóða uppá. Nú þegar er unnið að finna fjölförnum vegum betra vegarstæði. Með nýrri vegarlagningu er beygjum hvar hættulegt getur verið að mæta bíl sumstaðar sleppt á öðrum stöðum er komið á fót nýrri leið framhjá einbreiðri brú.
Nú má koma til móts við þörfina um tvöföldun í þjóðveganna þar sem framkvæmdum við nýja slóð er nýlega lokið eða þá þar sem þær standa enn yfir með því að nota gamla veginn fyrir umferð í aðra áttina en og nota þá nýja veginn fyrir umferð í gagnstæða átt. Vissulega eru einbreiðar brýr ekki jafn þægilegar yfirferðar og tvíbreiðar brýr. En það yrði varla eins hættulegt að aka vestur gamlaveginn í Norðurárdal í Skagafirði ef öll umferð inn dalinn til austurs og upp á Öxnadalsheiði lægi um nýja veginn sem liggur neðar/sunnan við gamla veginn. Vissulega þyrftu vegfarendur að gæta að akstri sínum vegna þess að enn eru brýrnar einbreiðar, þó væri ekki sama hætta á árekstri á eða við brýrnar atarna þar sem umferðin upp á Öxnadalsheiðina lægi neðar. Svipuðum vinnubrögðum mætti e.t.v. beita víðar þar sem ný vegarlagni er ekki svo fjarri hinum gamla og slitna vegi. Samgönguráðherra, sem væri annt um landsbyggðina, gæti séð sér táknrænan leik á borði með því að leggja nýjar og beinar brautir hringvegarins sunnan við núerandi hlykkjóttan veg.
Suðurlandsvegur verður tvöfaldaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ágætar pælingar.
Með auknum hraða aukast dauðaslysin hlutfallslega. Þetta má hafa í huga við umræðu á betri (væntanlega hraðskreiðari) vegum.
Kveðja
Ólafur Þórðarson, 24.8.2007 kl. 17:32
Sæll frændi. Að leggja nýja vegi meðfram gömlum leiðum er alþekkt. Hér áður fyrr lágu vegir oft í gömlum niðurgröfnum árfarvegum með milljón beygjum og urðu ófærir í fyrsta hausthreti.
Ný leið um Norðurárdal og Öxnadalsheiði er flott vegaframkvæmd.
Marinó Már Marinósson, 25.8.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.