21.9.2006 | 06:53
spámenska mín
Mikið er nú gott að ég hafi ekki lagt fyrir mig spákaupmensku. Nú hljóta allir að sjá að ég er ekki spámannlega vaxinn. Ekki sá ég þetta fyrir. Ekki bjóst ég við þessu. Garpurinn getur enn komið mér á óvart.
Það var hetja sem vildi, og fékk framgengt áformum um uppbyggingu heilsársvegar milli Norðurlands og Austurlands í andstöðu þingmanna annarra flokka í hvoru kjördæmi fyrir sig. Þá var ég ákveðinn í að fara á Landsfund og styðja Halldór Blöndal til forustu Sjálfstæðisflokksins. Þá sá ég að framsýnan mann, sem reyndi ekki að afla vinsældir ef hagsmunir stæðu gegn því. Þingmenn Naorðurlands kjördæmis eystra lögðu áherslu á strandleið, þ.e. uppbyggingu vegarins með fram ströndinni, þar á meðal var Steingrímur J.. Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson voru á samahátt hrifnir af strandleið. Norðlendingar vildu fá atkvæði Norður Þingeyinga en þingmenn Austurlands að Agli Jónssyni slepptum horfðu á atkvæði Vopnfirðinga og Bakkfirðinga. Nú í dag, vildu allir Lilju kveðið hafa, reyndar talaði framsóknarþingmaður nokkur á þá leið að Framsóknarmenn ættu heiðurinn og það strax 1995. Hann hefur verið óþreytandi í vinnu sinni fyrir hagsmunamál Norðurlands og Austurlands. Ég man eftir gjaldskrárbreytingum Pósts&Síma og síðar Landsímans sem jöfnuðu símakjör landsmanna. Ég vona að Halldór sé sáttur við sína ákvörðun.
Vonandi bera Íslendingar gæfu til þess að í stað Halldórs veljist frambjóðandi sem getur haldið áfram þeim verkum sem Halldór hefur unnið að, gera Ísland enn betra.
Ég bjóst við því að hann vildi heimta aftur forustu sæti þingmanna í sínu kjördæmi. Ég bjóst fyllilega við því að Blöndal byði sig fram á nýjan leik.
Hér eftir má hafa gaman af hvámennsku minni en spámennska mín er einskis nýt. Eða kannski var það von mín ...
Halldór Blöndal sækist ekki eftir endurkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki má gleyma að þar fer líka einn litríkasti þingmaður sem ég hef séð. Sá kann að kveða vísur!
Sigurjón, 21.9.2006 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.