"fremur fátt að sækja"

Rétt eins og  Ólafur Teitur og Vefþjóðviljinn  hafa bent á þá taldi einn sá sem lét hvað mest með umhverfisvernd í lok síðustu aldar, lítið varið í það svæði sem senn verður nýtt til rafmagnsframleiðslu, umfram önnur svæði. Hafa margir menn og margar konur sagt að sá sem svo ritaði fyrir 19 árum sé sennilega sá maður sem hve mest hefur kynnt sér náttúru Austurlands. Nú eru önnur orð notuð og öllu ýktari.
Þetta eru afar afskekkt svæði og fáfarin, nema helst af smalamönnum á haustin. Þangað er líka fremur fátt að sækja fyrir ferðamenn, nema þá til að skoða hreindýr og minjar um framrás Brúarjökuls. Hvort tveggja er þó aðgengilegt með auðveldari hætti annars staðar...
- Árbók Ferðafélags Íslands 1987, um Kringilsárrana.

Er ráðlegt að rifta gerðum samningum - fresta afhendingu rafmagns. Má þá e.t.v. minna á að nokkur hluti umrædds svæðis hefur verið snortinn með manna höndum - því er erfiðara en áður að tala um ósnortin víðerni. Er gáfulegt að ætla ríkissjóði að greiða Landsvirkjun hf. skaðabætur fyrir tekjumissi af virkjun sem ekkert virkjar? Virkjun sem stæði ónotuð, virkjun sem kostar talsverða fjármuni að reisa.

Viðbót:
Stefán Jón skrifar um þöggun í Morgunblaðið í dag. Í grein sinni fer Stefán með rangt mál þar sem hann segir Ómar hafa "neyðst til að segja sig frá störfum". Ómar er samkvæmt hans eigin orðum ekki að hætta fréttamennsku. Hann sagði að fullt traust ríkti milli hans - Ómars- og yfirmanna RÚV. Ómar er fréttamaður RÚV í dag líkt og í fyrradag.
mbl.is Ómar Ragnarsson kallar eftir þjóðarsátt um Kárahnjúkavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband