20.1.2008 | 00:14
Smáu flokkarnir stækkuðu
Það verður forvitnilegt að sjá og heyra hvað almenningi finnst um nýtt þinglið, í ljósi stórakjördæmisins. Fólkaflokkurinn tapaði minnstu fylgi af stjórnarflokkunum. Ef litið er til niðurstöðu úr Fólkaþingskosningunum í fyrra haust þá sjá menn:
Listi | Val 2007 | % | Val 2005 | % | Munur % | Valdir |
A - Fólkaflokkurin | 4726 | 20,5 | 5990 | 24,1 | -3,6 | (-1) |
B - Sambandsflokkurin | 5413 | 23,5 | 5329 | 21,4 | +2,1 | 1 (+1) |
C - Javnaðarflokkurin | 4702 | 20,4 | 5509 | 22,2 | -1,8 | |
D - Sjálvstýrisflokkurin | 797 | 3,5 | 584 | 2,4 | +1,1 | |
E - Tjóðveldi | 5848 | 25,4 | 6301 | 25,4 | 1 | |
H - Miðflokkurin | 1577 | 6,8 | 829 | 3,3 | +3,5 |
Listi | Val 2008 | % | Val 2004 | % | Munur % | Valdir |
A - Fólkaflokkurin | 6233 | 20,1 | 6530 | 20,6 | -0,5 | 7 |
B - Sambandsflokkurin | 6521 | 21,0 | 7501 | 23,7 | -2,7 | 7 |
C - Javnaðarflokkurin | 6016 | 19,4 | 6921 | 21,8 | -2,4 | 6 (-1) |
D - Sjálvstýrisflokkurin | 2243 | 7,2 | 1461 | 4,6 | +2,6 | 2 (+1) |
E - Tjóðveldi | 7238 | 23,3 | 6890 | 21,7 | +1,6 | 8 |
H - Miðflokkurin | 2603 | 8,4 | 1661 | 5,2 | +3,2 | 3 (+1) |
L - Miðnámsflokkurin | 221 | 0,7 |
Þá kjósa hlutfallslega færri Færeyingar Tjóðveldismenn til Færeyska Lögþingsins en til Danska Fólkaþingsins.
Kaj Leo varð ekki eins veikur og kannanir bentu til að hann yrði, hann stakk upp á fundi formanna stjórnarflokkanna annað kvöld sem Jóhannes sagði að yrði ekki annað kvöld.
Högni talaði um bíltúr. Miðflokkurinn átti ótrúlegt kvöld.
Fólkaflokkurinn tekur vel á móti nýjum þingmönnum sínum. Fólkaflokkurinn stóðst prófið.
Hafa verður í huga þó að kosningarnar hafi farið svona er óvíst hverjir muni sitja á þingi, því ráðherrar fara jú allir í farleyfi þegar þeir taka embætti í Landsstjórninni og varamenn þeirra taka sæti. Hvorki Bjarni né Heiðin náðu kjöri. Ef Jógvan á Lakjuni heldur áfram í Landsstjórninni kemur Bjarni inn á þing. Fólkaflokkurinn hefur haft þrjá ráðherra, ef það helst óbreytt, þá eru Bjarni Heiðin og Óli líklegir til að koma aftur inn á þing. Þannig að spennan er ekki búin.
Þjóðveldisflokkurinn stærstur í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.