Af vaxtalækkunarferlinu

þróunin sbr. PM 31
vafin er Verðandi reyk;
lítið sjáum aftur,
en ekki fram,
skyggir Skuld fyrir sjón.
-Matthías Jochumsson

Sumum þykja vextir háir á Íslandi. Víst er að vextir eru hærri á Íslandi en í Japan. Orðið vaxtalækkunarferli hefur verið notað um ósk(hyggju) hverra sem rætt hafa um vonir eða spár  um lækkun vaxta. Menn hafa talið að stýrivextir haldist háir, hækki jafnvel frekar áður en vaxtalækkunar ferli verði sett í gang. Vaxtalækkunarferli er andstæð því vaxtahækkunarferlis danslagi sem segja má að Seðlabankinn leiki og menn hafa meira segja gagnrýnt. Óvíst er hvort mann hafa látið eftir sér að opinbera vonir sínar í útgefnum álitum. Ólíklegt er samt að menn hafi látið sér nægja að vona bara að ástandið haldist óbreytt, nær væri að halda að stórhugamenn vonuðust eftir því að lifa sér hagstæðar breytingar og það jafnvel stórtækar. Ekki veit ég hvort greinendur líði fyrir minnkandi von eða vaxandi vonleysi og slíkt megi merkja í álitum, greinagerðum og spám þeirra. Sumir hafa jafnvel talað um nauðsyn meiri hraða þess sem á sér ekki stað. Hvort menn séu óþreyjufullir skal ósagt l átið. Þykir sumum margt benda til að við hæfi sé að breyta um stefnu. Kannski má segja að menn séu spenntir fyrir breytingum. Hver veit nema menn sé farnir að spá sér þvert um geð í von um að slíkt virki fælandi fyrir þá sem stýra vöxtum.  11. maí 2004 voru stýrivextir Seðlabankans hækkaðir í 5,5% með hækkun upp á 0,2%.

Vaxtahækkun í Færeyjum, sem eru að sögn bestu eyjarnar að heimsækja, er það eina sem frést hefur af þeim málum úr þeirri átt.
 
 
Myndir úr Peningamálum nr. 32, 31 og 29. 
Spá PM 29
Spá PM 32
ATH:
Val hlekkjaðra orða er tilviljanakennt og er ekki lýsandi fyrir stefnu eða skoðanir samferða manna þess sem sló textann inn eða fyrirtækja þeirra sem sá sem sló textann inn stundar viðskipt við ellegar tengist með nokkrum hætti beint með hlutafjár eign eða hlutafjár eign lífeyrissjóða eða félaga sem sá sem sló textann inn tengist nú, hefur tengst eða mun tengjast í framtíðinni.

Borðaði sushi í tilefni dagsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband