Smá samanburður

Fylking sú, sem stefnir að því að skáka Flokknum, stilti upp lista nú um helgina í höfuðborginni. Margir hafa haldið því til haga að prófkjör Flokksins var lokað en fylkingin opnaði sitt prófkjör fyrir öllum sem kjósa vildu. Þá hefur þess og verið gætt að gleyma ekki að tilgreina þátttöku tölur í hvoru prófkjöri um sig. Framboðslista Flokksins sköpuðu 10.846 sjálfstæðismenn með sínum 10.282 gildu atkvæðum þá vita menn að það voru 50,88% af 21.317 sjálfstæðismönnum sem gátu kosið. Fylkinguna formuðu 4.842 með 4.759 gildum atkvæðum. Fylkingin nefnir ekki hvort kjörið hafi verið bindandi - ólíkt því sem flokkurinn tekur skýrt fram. Menn hafa jafnframt munað eftir nýafstöðnum prófkjörum sömu fylkingar í víðlendari en fámennari kjördæmum en höfuðborginni, hvar þátttaka reyndist meiri. Ekki hefur gleymst að formaður fylkingarinnar fékk minna hlutfall af heildarfjölda atkvæða í sínu prófkjöri en formaður flokksins.

Ef litið er á niðuststöður, tölur eins og þær birtast almenningi á vefnum, má sjá að fleiri kusu Guðlaug Þór Þórarson í annað sæti, hjá Sjálfstæðisflokknum, en Samfylkinguna í heild sinni. Þá má og sjá að fleiri kusu Björn Bjarnason í annað sæti, hjá Sjálfstæðisflokknum, en Ingibjörgu Sólrúnu, forkonu fylkingarinnar, í fyrsta sæti hjá Samfylkingunni.

Þá má og sjá að Frú Grazyna M. Okuniewska fékk fleiri atkvæði, meiri stuðning, til setu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík (3.514) en nokkur hinna þaulsetnu atvinnupólitíkusa Samfylkingarinnar í Reykjavík þurfti til að tryggja sér það sæti sem að endingu varð - Ef mark má taka af upplýsingum á vefsíðu samfylkingarinnar. 

Þá má nefna það að formaður Sjálfstæðisflokksins fékk fleiri atkvæði í sitt fyrsta sæti en formaður fylkingarinnar, varaformaður fylkingarinnar og þingflokksformaður fylkingarinnar fengu samanlagt í prófkjöri fyrlkingarinnar nú um helgina.

Sigurður Kári Kristjánsson hlaut 547 atkvæðum fleira í 4. sæti sjálfstæðisflokksins eitt og sér en varaformaður fylkingarinnar fékk samanlagt í fyrstu fjögur sæti framboðslista fylkingarinnar.


mbl.is Niðurstaðan ljós í prófkjöri Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill sem sýnir fram á þann raunverulega fylgismun þessara tveggja flokka. Því má bæta við að þáttakan hjá sjálfstæðisflokknum í kraganum var með 6174 gildum atkvæðum mun hærri. Munaði það heilum 1415 atkvæðum sem er ekki góð auglýsing fyrir Samfylkinguna.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband