24.11.2006 | 08:09
Von og trú
Ég er spenntur, það er spennandi fyrir mig að sitja hér og bíða þess sem verða vill. Ég vonast til þess að þátttakan í prófkjörinu verði góð. Ég veit fyrir víst að þátttakan verður ekki 100%.
Fari svo, sem margir vona, að Sjálfstæðisflokkurinn standi eftir Alþingiskosningar með þingstyrk sem ekki verði hægt að horfa framhjá, þegar hugað verður að myndun ríkisstjórnar, þá er ljóst að einu gildir hvort Arnbjörg, Kristján eða Þorvaldur hreppi það hnoss sem þau sækjast eftir; það verður útilokað að útiloka oddvita Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæminu frá setu í ríkisstjórn.
Einar Kristinn Guðfinnsson var Þingflokksformaður Sjálfstæðsflokksins uns hann varð 2005 Sjávarútvegsráðherra, líkt og Ólafur Garðar Einarsson sem varð menntamálaráðherra eftir að hafa stýrt þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá 1979 fram til 1991 þá tók Geir Haarde við og stýrði þingflokknum uns hann varð fjármálaráðherra 1998 þegar Sigríður Anna Þórðardóttir tók við formennsku í þingflokknum sem hún lét af, varð varaformaður þingflokks, þegar það var ákveðið að hún yrði Umhverfisráðherra rúmu einu og hálfu ári síðar. Ef ég man rétt þá var Gunnar Thoroddsen þingflokksformaður á eftir Jóhanni Hafstein.
Ég vona að niðurstaðan verði aðsóps mikill listi hvar sem borið verður niður í kjördæminu. Ég er þó ekki alveg viss um að niðurstaðan verði nákvæmlega eins og ég hefði kosið, er Hrafnkell segir réttilega að við höfum efni í góðan lista.
Prófkjör í Norðausturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.