29.11.2006 | 06:14
"hafa kommúnistar [...] boðið Framsóknarflokknum upp á samvinnu"
Ég játa að ég man ekki nákvæmlega eftir þessum tíma, enda ekki fæddur, en mig minnir að hafa heyrt að Framsóknarmenn og Sósíalistar og málfundandi jafnaðarmenn og einhverjir fleiri sem þá stóðu utan þings hafi sammælst um, á þessum tíma, að ef þessir aðilar myndu ná meirihluta, myndu hinir sömu virða að vettugi samkomulag sem gert var við Breta um 12 mílna landhelgi. Hvort það samkomulag, sem varð til þess að Hannibal mátti hlera 1961, hafi átt einhvern þátt í stefnumörkun stjórnar Ólafs Jóhannessonar um 50 mílur ætla ég ekkert að segja um því ég hef heimildarmann minn ekki í kallfæri.
Hannibal sat í ríkisstjórn til Þorláksmessu að vetri 1958, án þess að það sé höfuðatriði, því voru í það minnsta tvö ár liðin fá því að Hannibal var veitt lausn uns heimildin var veitt, ekki eitt og hálft. Hann settist svo aftur í ríkisstjórn á Bastillu daginn 1971 eða um áratug eftir að heimildin var veitt.
---
Hvað með Finnboga Rút, mátti hlera hans síma?
---
Miðað við sagnfræðilegu uppljóstrunina á árinu, hve margir menn hafa enn ekki verið nafngreindir?
---
Fyrirsögnin er gripin úr forustugrein Morgunblaðsins 7. desember 1961
Hannibal sat í ríkisstjórn til Þorláksmessu að vetri 1958, án þess að það sé höfuðatriði, því voru í það minnsta tvö ár liðin fá því að Hannibal var veitt lausn uns heimildin var veitt, ekki eitt og hálft. Hann settist svo aftur í ríkisstjórn á Bastillu daginn 1971 eða um áratug eftir að heimildin var veitt.
---
Hvað með Finnboga Rút, mátti hlera hans síma?
---
Miðað við sagnfræðilegu uppljóstrunina á árinu, hve margir menn hafa enn ekki verið nafngreindir?
---
Fyrirsögnin er gripin úr forustugrein Morgunblaðsins 7. desember 1961
Heimild veitt til að hlera síma Hannibals Valdimarssonar árið 1961 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.