Hvað munum við muna?

Mannkynssagan lengist með hverjum deginum. Sumir fást við það að færa það til bókar sem á daga okkar drífur. Bækur, geta í framtíðinni varpað einhverju ljósi á það hvernig við tókumst á við lífið í fyrndinni. Hvað ber hæst þegar fram í sækir er vandi um að spá. Til að mynda hefur margt gerst í þessari viku sem og svo mörgum öðrum.

Ég get nefnt að

  • laugardaginn 25. nóv. var fjölmennt prófkjör í Norðaustri 
  • sunnudaginn 26. nóv. fékk Berlusconi aðsvif við ræðuhöld
  • mánudaginn 27. nóv. staðfesti Hæstiréttur LL Kongó forseta kjör Kabila
  • þriðjudaginn 28. nóv. afléttu valdaránsmenn herlögum í 41 héruði af 76 héruðum Taílands
  • miðvikudaginn 29. nóv. gaf listamaðurinn Bono stjórnmálamanninum Abe sólgleraugu
  • fimmtudaginn 30. nóv. skemmtu hljómsveitin U2 stjórn Félags Íslendinga í Japan og gestum
  • föstudaginn 1. des. er nýr forseti svarinn í embætti í Mexíkó

Í dag er líka dagur rauðanefsins og þá er gott að brosa eins og Baggalútur syngur um. Eins er Alnæmisdagurinn í dag. og Til hamingju með Fullveldið.


mbl.is Forseti Mexíkó svarinn í embætti á miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Blessaður Arnljótur

Þetta mun allt falla í gleymskunnar dá en merkilegast fannst mér, og ætla að muna til æviloka, að þennan dag sendi ég Arnljóti kveðju vegna bloggs hans um léttvæg tíðindi

Sigurjón Benediktsson, 6.12.2006 kl. 22:39

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Blessaður aftur

Ertu hættur að skrifa?

Sigurjón Benediktsson, 8.12.2006 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband